Tíska og hönnun

Fýkur yfir hæðir: Tískusýning Geysis í Hafnarhúsinu

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar

Um helgina frumsýndi Geysir línuna Fýkur yfir hæðir í Hafnarhúsinu. Línan er sú fimmta sem Erna Einarsdóttir hannar fyrir Geysi. Línan Fýkur yfir hæðir er innblásin af verkum Ásmunar Sveinssonar, hún er nokkuð minimalísk og undir áhrifum tísku frá tíunda áratugnum. Húmor og sérviska eru þó aldrei langt undan.

Yfirhönnnuður sýningarinnar var Erna Einarsdóttir en Steinunn Hrólfsdóttir var aðstoðarhönnuður. Sýningarstjóri var Erna Hreinsdóttir.
Stílisering var í höndum Önnu Clausen, yfir förðunarteyminu var Ástrós Erla Benediktsdóttir og yfir hárteyminu var Harpa Ómarsdóttir. Kiasmos sáu um tónlist sýningarinnar. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.