Isavia stefnir íslenska ríkinu og ALC Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. október 2019 09:38 Sveinbjörn Indriðason er forstjóri Isavia. Vísir/Bjarni Isavia hyggst á næstu dögum stefna íslenska ríkinu og flugvélaleigufélaginu Air Lease Corporation (ALC) fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna þess tjóns sem fyrirtækið telur sig hafa orðið fyrir vegna úrskurðar Héraðsdóms Reykjaness í júlí síðastliðnum í svokölluðu innsetningarmáli ALC. Isavia er að fullu í eigu íslenska ríkisins. Á grundvelli þess úrskurðar var Isavia gert að afhenda flugvél ALC sem kyrrsett hafði verið á grundvelli 136. greinar loftferðalaga vegna skulda leigutaka vélarinnar sem var flugfélagið WOW air. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia en fyrst var fjallað um málið á Kjarnanum. Þar kemur fram að Isavia muni fara fram á 2,2 milljarða í skaðabætur auk vaxta sem reiknast frá 18. júlí en úrskurðurinn var kveðinn upp degi áður. Í tilkynningu Isavia er engin upphæð tilgreind en Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að heildarskuldin sem málið snúist um sé vissulega um tveir milljarðar. „Það hefur komið fram að heildarskuldin um tveir milljarðar þannig að málið snýst vissulega um það fjárhagslega tjón sem um hefur verið rætt í þessu máli. En það er mikilvægt að hafa í huga að við erum að stefna íslenska ríkinu, við erum einnig að fara að stefna ALC. En fjárhæðin sem um ræðir er sú sem verið hefur til umræðu í þessu máli,“ segir Guðjón og heldur áfram: „En það sem skiptir ekki hvað síst máli í þessu öllu saman er beitingin á lagaákvæðinu sem tekist er á um. Fjárhagslegi hlutinn af þessu máli er eitt en síðan er það nauðsynlegt fyrir okkur sem fyrirtæki að fá úr því endanlega skorið hvernig okkur er heimilt að beita þessu kyrrsetningarákvæði loftferðalaga.“ Bótakrafa Isavia á hendur íslenska ríkinu byggir á ákvæðum dómstólalaga og 97. grein aðfaralaga um ábyrgð héraðsdómara. Telur Isavia að með úrskurði sínum hafi dómari við Héraðsdóm Reykjaness sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi við úrlausn málsins. „Það hafi dómari meðal annars gert með því að hunsa efnislega niðurstöðu Landsréttar varðandi kyrrsetningarákvæði loftferðalaga og með því að hafna kröfu Isavia um frestun réttaráhrifa úrskurðarins þannig að Landsréttur, og eftir atvikum Hæstiréttur, gætu tekið úrlausn héraðsdóms til endurskoðunar. Isavia telur blasa við í ljósi undirliggjandi hagsmuna að héraðsdómur hafi átt að taka þá kröfu Isavia til greina,“ segir í tilkynningu Isavia en hana má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:Isavia ohf. mun á næstu dögum stefna ALC og íslenska ríkinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna tjóns sem fyrirtækið telur sig hafa orðið fyrir vegna úrskurðar Héraðsdóms Reykjaness frá 17. júlí 2019 í innsetningarmáli flugvélaleigufélagsins Air Lease Corporation (ALC). Á grundvelli úrskurðarins var Isavia gert að afhenda flugvél ALC sem kyrrsett hafði verið á grundvelli 136. gr. loftferðalaga vegna skulda leigutaka vélarinnar, WOW air.Bótakrafan á hendur ALC byggist fyrst og fremst á bótareglu aðfararlaga. Þar segir að þeim sem gerir kröfu um aðfarargerð, í þessu tilviki ALC vegna flugvélarinnar TF-GPA, beri að bæta tjón sem aðrir hafa orðið fyrir ef síðar er leitt í ljós að skilyrði hafi skort fyrir aðfarargerðinni. Telur Isavia að svo hafi verið í máli ALC vegna TF-GPA, enda hafi Landsréttur staðfest það í úrskurði sínum frá því í maí á þessu ári þegar hann leysti efnislega úr aðfararbeiðni ALC.Bótakrafan á hendur íslenska ríkinu byggist á ákvæðum dómstólalaga og 97. gr. aðfaralaga um ábyrgð héraðsdómara. Isavia telur að með úrskurði sínum þann 17. júlí 2019 hafi dómari við Héraðsdóm Reykjaness, sem heimilaði innsetninguna, sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi við úrlausn málsins. Það hafi dómari meðal annars gert með því að hunsa efnislega niðurstöðu Landsréttar varðandi kyrrsetningarákvæði loftferðalaga og með því að hafna kröfu Isavia um frestun réttaráhrifa úrskurðarins þannig að Landsréttur, og eftir atvikum Hæstiréttur, gætu tekið úrlausn héraðsdóms til endurskoðunar. Isavia telur blasa við í ljósi undirliggjandi hagsmuna að héraðsdómur hafi átt að taka þá kröfu Isavia til greina.Isavia telur mikilvægt að fá úr því skorið með skýrum hætti fyrir dómstólum hvernig túlka eigi kyrrsetningarákvæði loftferðalaga. Það er mikilvægt að fá skýra niðurstöðu dómstóla í því efni þannig að ekki leiki nokkur vafi um það hvernig lagaákvæðinu skuli beitt. Isavia hefur vísað úrskurði Héraðsdóms Reykjaness bæði til Landsréttar og Hæstaréttar til að fá úr þessu skorið en báðir dómstólar vísuðu þeirri umleitan frá af þeirri ástæðu að flugvélin var farin af landi brott þegar málið kom til meðferðar Landsréttar og Hæstaréttar og þar með hefði félagið ekki lögvarða hagsmuni af úrlausn þess í tengslum við rekstur aðfararmáls.Með úrskurðinum í júlí féllst héraðsdómari á að ALC fengi umráð flugvélarinnar og svipti Isavia þar með rétti til að leita endurskoðunar á lögskýringu héraðsdóms á efni 136. gr. loftferðlaga, sem gengur þvert gegn lögskýringu Landsréttar á ákvæðinu frá því í maí. Við það verður ekki unað og því er Isavia nauðugur einn kostur að sækja málið gegn íslenska ríkinu vegna embættisfærslu héraðsdómarans. Lögsókn Isavia gegn íslenska ríkinu grundvallast á ákvæði dómstólalaga nr. 50/2016 en þar segir að verði athafnir dómara í starfi eða athafnaleysi öðrum til tjóns ber ríkið á því bótaábyrgð eftir almennum reglum. Byggir Isavia mál sitt á úrræði sem stendur til boða, lögum samkvæmt, fyrir fólk og fyrirtæki á Íslandi.„Hér er ekki bara um að ræða hagsmuni vegna tapaðra fjármuna,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. „Málið í heild sinni hefur fordæmisgildi um hvernig við hjá Isavia högum rekstri okkar til framtíðar. Við þurfum að vita hvort við getum beitt kyrrsetningarheimild loftferðalaga áfram með þeim hætti sem við höfum gert, þ.e. kyrrsett eina flugvél fyrir heildarskuld, eða hvort nauðsynlegt verði til framtíðar að kyrrsetja allan flota flugfélaga í einu ef grípa þarf til aðgerða.“Fréttin hefur verið uppfærð. Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Isavia hyggst á næstu dögum stefna íslenska ríkinu og flugvélaleigufélaginu Air Lease Corporation (ALC) fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna þess tjóns sem fyrirtækið telur sig hafa orðið fyrir vegna úrskurðar Héraðsdóms Reykjaness í júlí síðastliðnum í svokölluðu innsetningarmáli ALC. Isavia er að fullu í eigu íslenska ríkisins. Á grundvelli þess úrskurðar var Isavia gert að afhenda flugvél ALC sem kyrrsett hafði verið á grundvelli 136. greinar loftferðalaga vegna skulda leigutaka vélarinnar sem var flugfélagið WOW air. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia en fyrst var fjallað um málið á Kjarnanum. Þar kemur fram að Isavia muni fara fram á 2,2 milljarða í skaðabætur auk vaxta sem reiknast frá 18. júlí en úrskurðurinn var kveðinn upp degi áður. Í tilkynningu Isavia er engin upphæð tilgreind en Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir í samtali við Vísi að heildarskuldin sem málið snúist um sé vissulega um tveir milljarðar. „Það hefur komið fram að heildarskuldin um tveir milljarðar þannig að málið snýst vissulega um það fjárhagslega tjón sem um hefur verið rætt í þessu máli. En það er mikilvægt að hafa í huga að við erum að stefna íslenska ríkinu, við erum einnig að fara að stefna ALC. En fjárhæðin sem um ræðir er sú sem verið hefur til umræðu í þessu máli,“ segir Guðjón og heldur áfram: „En það sem skiptir ekki hvað síst máli í þessu öllu saman er beitingin á lagaákvæðinu sem tekist er á um. Fjárhagslegi hlutinn af þessu máli er eitt en síðan er það nauðsynlegt fyrir okkur sem fyrirtæki að fá úr því endanlega skorið hvernig okkur er heimilt að beita þessu kyrrsetningarákvæði loftferðalaga.“ Bótakrafa Isavia á hendur íslenska ríkinu byggir á ákvæðum dómstólalaga og 97. grein aðfaralaga um ábyrgð héraðsdómara. Telur Isavia að með úrskurði sínum hafi dómari við Héraðsdóm Reykjaness sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi við úrlausn málsins. „Það hafi dómari meðal annars gert með því að hunsa efnislega niðurstöðu Landsréttar varðandi kyrrsetningarákvæði loftferðalaga og með því að hafna kröfu Isavia um frestun réttaráhrifa úrskurðarins þannig að Landsréttur, og eftir atvikum Hæstiréttur, gætu tekið úrlausn héraðsdóms til endurskoðunar. Isavia telur blasa við í ljósi undirliggjandi hagsmuna að héraðsdómur hafi átt að taka þá kröfu Isavia til greina,“ segir í tilkynningu Isavia en hana má sjá í heild sinni hér fyrir neðan:Isavia ohf. mun á næstu dögum stefna ALC og íslenska ríkinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna tjóns sem fyrirtækið telur sig hafa orðið fyrir vegna úrskurðar Héraðsdóms Reykjaness frá 17. júlí 2019 í innsetningarmáli flugvélaleigufélagsins Air Lease Corporation (ALC). Á grundvelli úrskurðarins var Isavia gert að afhenda flugvél ALC sem kyrrsett hafði verið á grundvelli 136. gr. loftferðalaga vegna skulda leigutaka vélarinnar, WOW air.Bótakrafan á hendur ALC byggist fyrst og fremst á bótareglu aðfararlaga. Þar segir að þeim sem gerir kröfu um aðfarargerð, í þessu tilviki ALC vegna flugvélarinnar TF-GPA, beri að bæta tjón sem aðrir hafa orðið fyrir ef síðar er leitt í ljós að skilyrði hafi skort fyrir aðfarargerðinni. Telur Isavia að svo hafi verið í máli ALC vegna TF-GPA, enda hafi Landsréttur staðfest það í úrskurði sínum frá því í maí á þessu ári þegar hann leysti efnislega úr aðfararbeiðni ALC.Bótakrafan á hendur íslenska ríkinu byggist á ákvæðum dómstólalaga og 97. gr. aðfaralaga um ábyrgð héraðsdómara. Isavia telur að með úrskurði sínum þann 17. júlí 2019 hafi dómari við Héraðsdóm Reykjaness, sem heimilaði innsetninguna, sýnt af sér saknæma og ólögmæta háttsemi við úrlausn málsins. Það hafi dómari meðal annars gert með því að hunsa efnislega niðurstöðu Landsréttar varðandi kyrrsetningarákvæði loftferðalaga og með því að hafna kröfu Isavia um frestun réttaráhrifa úrskurðarins þannig að Landsréttur, og eftir atvikum Hæstiréttur, gætu tekið úrlausn héraðsdóms til endurskoðunar. Isavia telur blasa við í ljósi undirliggjandi hagsmuna að héraðsdómur hafi átt að taka þá kröfu Isavia til greina.Isavia telur mikilvægt að fá úr því skorið með skýrum hætti fyrir dómstólum hvernig túlka eigi kyrrsetningarákvæði loftferðalaga. Það er mikilvægt að fá skýra niðurstöðu dómstóla í því efni þannig að ekki leiki nokkur vafi um það hvernig lagaákvæðinu skuli beitt. Isavia hefur vísað úrskurði Héraðsdóms Reykjaness bæði til Landsréttar og Hæstaréttar til að fá úr þessu skorið en báðir dómstólar vísuðu þeirri umleitan frá af þeirri ástæðu að flugvélin var farin af landi brott þegar málið kom til meðferðar Landsréttar og Hæstaréttar og þar með hefði félagið ekki lögvarða hagsmuni af úrlausn þess í tengslum við rekstur aðfararmáls.Með úrskurðinum í júlí féllst héraðsdómari á að ALC fengi umráð flugvélarinnar og svipti Isavia þar með rétti til að leita endurskoðunar á lögskýringu héraðsdóms á efni 136. gr. loftferðlaga, sem gengur þvert gegn lögskýringu Landsréttar á ákvæðinu frá því í maí. Við það verður ekki unað og því er Isavia nauðugur einn kostur að sækja málið gegn íslenska ríkinu vegna embættisfærslu héraðsdómarans. Lögsókn Isavia gegn íslenska ríkinu grundvallast á ákvæði dómstólalaga nr. 50/2016 en þar segir að verði athafnir dómara í starfi eða athafnaleysi öðrum til tjóns ber ríkið á því bótaábyrgð eftir almennum reglum. Byggir Isavia mál sitt á úrræði sem stendur til boða, lögum samkvæmt, fyrir fólk og fyrirtæki á Íslandi.„Hér er ekki bara um að ræða hagsmuni vegna tapaðra fjármuna,“ segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia. „Málið í heild sinni hefur fordæmisgildi um hvernig við hjá Isavia högum rekstri okkar til framtíðar. Við þurfum að vita hvort við getum beitt kyrrsetningarheimild loftferðalaga áfram með þeim hætti sem við höfum gert, þ.e. kyrrsett eina flugvél fyrir heildarskuld, eða hvort nauðsynlegt verði til framtíðar að kyrrsetja allan flota flugfélaga í einu ef grípa þarf til aðgerða.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira