Skoðun

Dagur hvíta stafsins

Vala Jóna Garðarsdóttir skrifar
Dag­ur hvíta stafs­ins er alþjóðleg­ur bar­áttu- og vit­und­ar­dag­ur blinds og sjónskerts fólks sem haldinn er 15. októ­ber ár hvert. Á þeim degi vekja blind­ir og sjónskert­ir einstak­ling­ar at­hygli á hags­muna­mál­um sín­um og hvar þörf er á úr­bót­um svo blint og sjónskert fólk geti tekið virk­an þátt í sam­fé­lag­inu.

15. október er dagur hvíta stafsins.
Hvíti stafurinn er mikilvægt hjálpartæki sem notað er til að afla upplýsinga í umhverfinu sem ferðast er um. Hvíti stafurinn minnir jafnframt sjáandi vegfarendur á að notandi hvíta stafsins er sjónskertur og upplifir því umhverfið og umferðina ekki á sama hátt og hinn sjáandi vegfarandi.

Hvíti stafurinn er hjálpartæki sem getur aðstoðað blinda og sjónskerta mikið og aukið sjálfstæði og öryggi við að komast leiðar sinnar.

Til eru nokkrar gerðir stafa:

  • Þreifistafur: Hefðbundinn hvítur stafur sem notaður er í umferli. Hann er langur og oftast samanbrjótanlegur. Á göngu er honum haldið fyrir framan vegfarandann til að  upplýsa hann um hugsanlegar hindranir eða misfellur í veginum eða til að fullvissa notandann um að leiðin sé greið. Hann er líka notaður til að finna hluti og kennileiti og aðstoðar þannig einstaklinginn við að staðsetja sig
  • Merkistafur: Stuttur og samanbrjótanlegur stafur sem er merki til umhverfisins um að notandinn sé sjónskertur. Stafinn má einnig nota til að þreifa á og finna hluti í umhverfinu
  • Göngustafur: Stafur sem hægt er að stilla lengdina á. Stafurinn er notaður til stuðnings og til að halda betur jafnvægi
Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og einstaklinga með samþætta sjón-og heyrnarskerðingu sér um úthlutun hvíta stafsins.

Í tilefni af degi hvíta stafins verður opið hjá hjá Blindrafélaginu og Þjónustu- og þekkingarmiðstöð í húsi Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17 á 2. hæð kl. 13:00-16:00. Allir eru hjartanlega velkomnir.

Hægt er að kynna sér dagskrána á www.midstod.is og www.blind.is




Skoðun

Skoðun

Er þetta eðli­legt?

Guðrún Árnadóttir,Guðrún Tara Sveinsdóttir,Hekla Kollmar,Þorgerður Jörundsdóttir skrifar

Sjá meira


×