Fótbolti

Fengu Rabiot í sumar en eru nú tilbúnir að losa sig við hann

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rabiot gæti verið á förum frá Juve í janúar.
Rabiot gæti verið á förum frá Juve í janúar. vísir/getty
Ítölsku meistararnir í Juventus eru sagðir vilja losna við Adrien Rabiot en hann gekk til liðs við Juventus í sumar.Maurizio Sarri, stjóri Juventus, hefur ekki notað Rabiot mikið í upphafi tímabilsins og er Sarri sagður vilja Rabiot burt.Sarri horfir til Christian Eriksen, danska landsliðsmannsins hjá Tottenham, og vill fá hann til Ítalíu í janúar.

Eriksen rennur út af samningi sínum hjá Tottenham næsta sumar og vilji Tottenham fá pening fyrir Eriksen verður það að gerast í janúar.Rabiot gæti einnig farið í skiptum við Eriksen það er Le 10 Sport fjölmiðillinn sem greinr frá þessu.Rabiot er 24 ára gamall Frakki en hann hefur komið við sögu í þremur leikjum það sem af er ítölsku úrvalsdeildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.