Birta og Kamma verkefnastjórar hjá nýnefndum Grænvangi Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. október 2019 10:18 Kamma Thordarson og Birta Kristín Helgadóttir eru nýráðnir verkefnastjórar hjá Grænvangi. Stjórn Samstarfsvettvangs um loftslagsmál og grænar lausnir hefur samþykkt að formlegt nafn vettvangsins verði eftirleiðis Grænvangur á íslensku, en Green by Iceland á ensku. Þá hefur Grænvangur ráðið tvo nýja verkefnastjóra til starfa. Haft er eftir Unni Brá Konráðsdóttur formanni stjórnar Grænvangs að gamla nafnið hafi ekki verið mjög þjált í daglegri notkun. Nýja nafnið hafi aftur á móti alla burði til að festa sig í sessi. Meðfram nafnabreytingunni hefur Kamma Thordarson verið ráðin verkefnisstjóri kynninga og Birta Kristín Helgadóttir verkefnisstjóri greininga frá og með 1. nóvember. Kamma útskrifaðist frá Sciences Po Paris með meistarapróf í annars vegar alþjóðasamskiptum með áherslu á orkumál og hins vegar blaða- og fréttamennsku. Hún stundaði einnig nám í kínversku við Kínverska háskólann í Hong Kong. Undanfarið ár hefur hún unnið á samskiptasviði Íslandsstofu þar sem hún hefur einkum sinnt verkefnum í vefgerð og samfélagsmiðlum. Hún hefur áður unnið hjá Iceland Encounter og Iceland Travel Assistance, auk þess að hafa sinnt starfsnámi hjá Sameinuðu þjóðunum. Birta Kristín er með M.Sc. próf í umhverfis- og orkuverkfræði með áherslu á endurnýjanlega orkugjafa frá Háskóla Íslands. Í lokaverkefni sínu fjallaði hún um möguleg áhrif loftslagsbreytinga á vindorku á Íslandi og hlaut til þess styrk úr Orkurannsóknarsjóði Landsvirkjunar. Undanfarin ár hefur hún starfað sem ráðgjafi á fagsviði endurnýjanlegrar orku hjá EFLU verkfræðistofu. Hennar helstu verkefni hafa verið á sviði vindorku og þá einkum við frumhönnun, verkefnastjórnun, stefnumótun, skipulag og umhverfismál. Hún situr í stjórn félagsins Konur í orkumálum og stundar að auki skíðaþjálfun hjá Skíðadeild Ármanns. Stofnfundur Grænvangs fór fram þann 19. september. Hlutverk hans er að efla samstarf atvinnulífs og stjórnvalda við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að kolefnishlutleysi árið 2040. Þá mun vettvangurinn einnig vinna með íslenskum fyrirtækjum að markaðssetningu grænna lausna á alþjóðamarkaði og styðja við orðspor Íslands sem leiðandi lands á sviði sjálfbærni. Umhverfismál Vistaskipti Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri N1 færir sig yfir í loftslagsmál og grænar lausnir Eggert Benedikt Guðmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir. 13. ágúst 2019 15:00 Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fleiri fréttir Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ef hún verður kosin mun ég að sjálfsögðu styðja hana“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Sjá meira
Stjórn Samstarfsvettvangs um loftslagsmál og grænar lausnir hefur samþykkt að formlegt nafn vettvangsins verði eftirleiðis Grænvangur á íslensku, en Green by Iceland á ensku. Þá hefur Grænvangur ráðið tvo nýja verkefnastjóra til starfa. Haft er eftir Unni Brá Konráðsdóttur formanni stjórnar Grænvangs að gamla nafnið hafi ekki verið mjög þjált í daglegri notkun. Nýja nafnið hafi aftur á móti alla burði til að festa sig í sessi. Meðfram nafnabreytingunni hefur Kamma Thordarson verið ráðin verkefnisstjóri kynninga og Birta Kristín Helgadóttir verkefnisstjóri greininga frá og með 1. nóvember. Kamma útskrifaðist frá Sciences Po Paris með meistarapróf í annars vegar alþjóðasamskiptum með áherslu á orkumál og hins vegar blaða- og fréttamennsku. Hún stundaði einnig nám í kínversku við Kínverska háskólann í Hong Kong. Undanfarið ár hefur hún unnið á samskiptasviði Íslandsstofu þar sem hún hefur einkum sinnt verkefnum í vefgerð og samfélagsmiðlum. Hún hefur áður unnið hjá Iceland Encounter og Iceland Travel Assistance, auk þess að hafa sinnt starfsnámi hjá Sameinuðu þjóðunum. Birta Kristín er með M.Sc. próf í umhverfis- og orkuverkfræði með áherslu á endurnýjanlega orkugjafa frá Háskóla Íslands. Í lokaverkefni sínu fjallaði hún um möguleg áhrif loftslagsbreytinga á vindorku á Íslandi og hlaut til þess styrk úr Orkurannsóknarsjóði Landsvirkjunar. Undanfarin ár hefur hún starfað sem ráðgjafi á fagsviði endurnýjanlegrar orku hjá EFLU verkfræðistofu. Hennar helstu verkefni hafa verið á sviði vindorku og þá einkum við frumhönnun, verkefnastjórnun, stefnumótun, skipulag og umhverfismál. Hún situr í stjórn félagsins Konur í orkumálum og stundar að auki skíðaþjálfun hjá Skíðadeild Ármanns. Stofnfundur Grænvangs fór fram þann 19. september. Hlutverk hans er að efla samstarf atvinnulífs og stjórnvalda við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að kolefnishlutleysi árið 2040. Þá mun vettvangurinn einnig vinna með íslenskum fyrirtækjum að markaðssetningu grænna lausna á alþjóðamarkaði og styðja við orðspor Íslands sem leiðandi lands á sviði sjálfbærni.
Umhverfismál Vistaskipti Tengdar fréttir Fyrrverandi forstjóri N1 færir sig yfir í loftslagsmál og grænar lausnir Eggert Benedikt Guðmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir. 13. ágúst 2019 15:00 Mest lesið Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Innlent Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Erlent Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Innlent Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Innlent „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Erlent Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Innlent „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Erlent Fleiri fréttir Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ef hún verður kosin mun ég að sjálfsögðu styðja hana“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Tveir handteknir fyrir brot á skotvopnalögum Býst við fleiri hlýjum árum og hitametum „Loksins ljós við enda ganganna“ Sérsveitin aðstoðaði lögregluna Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Atlantshafsbandalagið gæti aldrei orðið samt Sprengdu upp klósett í grunnskóla Fagna brotthvarfi Maduro og Grænlendingar óttast framhaldið Ein brenna í Reykjavík Þyrlan og björgunarsveit kölluð út vegna leka í fiskibát Slökkvilið og björgunarsveit komu álft í klandri til bjargar Óvíst hvort hægt verði að endurheimta jarðneskar leifar Kjartans Hvetur Grænlendinga til að lýsa yfir sjálfstæði Varaþingmaður tekur slaginn í Hafnarfirði Snjóframleiðslan „fáránlega flott“ í Ártúnsbrekkunni Brynjar vill aðra setningu og Arndís Anna reynir aftur „Það mun reyna á okkur hér“ Feikivinsæll og bóngóður galdrakarl kveður Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Sjá meira
Fyrrverandi forstjóri N1 færir sig yfir í loftslagsmál og grænar lausnir Eggert Benedikt Guðmundsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir. 13. ágúst 2019 15:00