Margar kynslóðir saman í hádegismat Ari Brynjólfsson skrifar 18. október 2019 06:00 Ungir sem aldnir fá sér hádegismat í Herðubreið. Mynd/Svandís Egilsdóttir Lífleg stemning er nú í hádeginu í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði þar sem grunnskólabörn borða hádegismat með öðrum bæjarbúum. Hefur þetta nú staðið yfir í viku, eða frá því að leysa þurfti matráðinn í mötuneyti skólans af. Svandís Egilsdóttir, skólastjóri Seyðisfjarðarskóla, segir ekkert atvinnuleysi vera í bænum og voru því góð ráð dýr. Hafði hún þá samband við Hótel Öldu og bað um aðstoð þaðan. „Þetta hefur lengi verið draumur okkar, bæði í skólanum og þeirra sem sjá um félagsheimilið, að bjóða upp á eitthvað svona. Í síðustu viku var komið upp ástand sem þurfti að leysa þannig að við kýldum bara á þetta og þau fluttu eldhúsið af hótelinu og inn í Herðubreið. Það er alltaf gaman að geta hjálpast að og geta látið drauma sína rætast í leiðinni,“ segir Svandís.Svandís Egilsdóttir, skólastjóri Seyðisfjarðarskóla.Til stendur að bjóða upp á sameiginlegan hádegismat bæjarbúa fram að jólum. Svandís veit ekki hvort þetta fyrirkomulag getur orðið varanlegt, ferðamennirnir byrja að koma í apríl áður en skólanum lýkur og verða enn í bænum þegar skólinn hefst aftur í ágúst. Þetta gengur allavega á meðan það er rólegt á hótelinu. Við plönum framtíðina betur í desember, þegar reynslan er orðin meiri, auðvitað eru alltaf lausnir á öllu. Almenn ánægja er með fyrirkomulagið. „Það myndast mjög lífleg stemning og það er virkilega frábært að margar kynslóðir borði saman. Foreldrar geta komið og borðað með börnunum. Eldri borgarar eru svo með sérstakan díl á matnum. Það er eitthvað svo heimilislegt að allt samfélagið sé að borða saman. Það er mjög mikils virði að enginn þurfi að borða einn.“ Unnið er með lífrænt grænmeti sem kemur ferskt með Norrænu. Einnig er passað upp á að vera ekki með unnar matvörur. Alls eru þetta minnst 110 manns í einu, oft fleiri. Þeim fjölgaði nokkuð í gær þegar 45 listnámsnemar frá Hollandi voru með. „Þetta var smá kaos, sem er bara gott,“ segir Svandís og hlær. Á næstunni munu svo elstu börnin af leikskólanum einnig koma yfir, allavega einn dag. Taka þarf mið af þörfum mismunandi hópa. „Það er ekki alveg sami matseðillinn alla daga fyrir alla, það er líka verið að elda fyrir eins árs börn, þau þurfa ekki alveg jafn staðgóðan mat og starfsmenn Endurvinnslunnar. Það er reynt að mæta öllum þörfum,“ segir Svandís. Svandís hvetur önnur sveitarfélög til að prófa þetta. „Við gerðum þetta þegar ég var skólastjóri á Borgarfirði eystra. Þá kom eldra fólk sem bjó eitt í skólamötuneytið. Mér finnst að við ættum að hugsa um okkar félagslegu líðan þegar við erum að skipuleggja okkur. Ég er alveg handviss um að þetta geti unnið gegn einmanaleika.“ Birtist í Fréttablaðinu Eldri borgarar Seyðisfjörður Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Sjá meira
Lífleg stemning er nú í hádeginu í félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði þar sem grunnskólabörn borða hádegismat með öðrum bæjarbúum. Hefur þetta nú staðið yfir í viku, eða frá því að leysa þurfti matráðinn í mötuneyti skólans af. Svandís Egilsdóttir, skólastjóri Seyðisfjarðarskóla, segir ekkert atvinnuleysi vera í bænum og voru því góð ráð dýr. Hafði hún þá samband við Hótel Öldu og bað um aðstoð þaðan. „Þetta hefur lengi verið draumur okkar, bæði í skólanum og þeirra sem sjá um félagsheimilið, að bjóða upp á eitthvað svona. Í síðustu viku var komið upp ástand sem þurfti að leysa þannig að við kýldum bara á þetta og þau fluttu eldhúsið af hótelinu og inn í Herðubreið. Það er alltaf gaman að geta hjálpast að og geta látið drauma sína rætast í leiðinni,“ segir Svandís.Svandís Egilsdóttir, skólastjóri Seyðisfjarðarskóla.Til stendur að bjóða upp á sameiginlegan hádegismat bæjarbúa fram að jólum. Svandís veit ekki hvort þetta fyrirkomulag getur orðið varanlegt, ferðamennirnir byrja að koma í apríl áður en skólanum lýkur og verða enn í bænum þegar skólinn hefst aftur í ágúst. Þetta gengur allavega á meðan það er rólegt á hótelinu. Við plönum framtíðina betur í desember, þegar reynslan er orðin meiri, auðvitað eru alltaf lausnir á öllu. Almenn ánægja er með fyrirkomulagið. „Það myndast mjög lífleg stemning og það er virkilega frábært að margar kynslóðir borði saman. Foreldrar geta komið og borðað með börnunum. Eldri borgarar eru svo með sérstakan díl á matnum. Það er eitthvað svo heimilislegt að allt samfélagið sé að borða saman. Það er mjög mikils virði að enginn þurfi að borða einn.“ Unnið er með lífrænt grænmeti sem kemur ferskt með Norrænu. Einnig er passað upp á að vera ekki með unnar matvörur. Alls eru þetta minnst 110 manns í einu, oft fleiri. Þeim fjölgaði nokkuð í gær þegar 45 listnámsnemar frá Hollandi voru með. „Þetta var smá kaos, sem er bara gott,“ segir Svandís og hlær. Á næstunni munu svo elstu börnin af leikskólanum einnig koma yfir, allavega einn dag. Taka þarf mið af þörfum mismunandi hópa. „Það er ekki alveg sami matseðillinn alla daga fyrir alla, það er líka verið að elda fyrir eins árs börn, þau þurfa ekki alveg jafn staðgóðan mat og starfsmenn Endurvinnslunnar. Það er reynt að mæta öllum þörfum,“ segir Svandís. Svandís hvetur önnur sveitarfélög til að prófa þetta. „Við gerðum þetta þegar ég var skólastjóri á Borgarfirði eystra. Þá kom eldra fólk sem bjó eitt í skólamötuneytið. Mér finnst að við ættum að hugsa um okkar félagslegu líðan þegar við erum að skipuleggja okkur. Ég er alveg handviss um að þetta geti unnið gegn einmanaleika.“
Birtist í Fréttablaðinu Eldri borgarar Seyðisfjörður Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Sjá meira