Fótbolti

27% af liði umferðarinnar í Rússlandi eru Íslendingar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hörður Magnússon í leik með CSKA Moskvu fyrr á leiktíðinni.
Hörður Magnússon í leik með CSKA Moskvu fyrr á leiktíðinni. vísir/getty
Ísland á þrjá leikmenn í liði 11. umferðar rússneska boltans en lið umferðarinnar er gefið út af tölfræðiveitunni InStat.

Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson spiluðu báðir og skoruðu í 3-0 sigri CSKA á Ural á útivelli um helgina.

Með sigrinum fór CSKA á topp deildarinnar en þeir eru tveimur stigum á undan þremur liðum er ellefu umferðir eru búnar af rússnesku deildinni.

Jón Guðni Fjóluson spilaði svo vel í vörn Krasnodar sem hélt hreinu gegn Arsenal Tula á heimavelli. Krasnodar er í 4. sætinu, tveimur stigum á eftir CSKA.

Reikna má með því að þeir þrír verði allir í leikmannahópi Íslands í komandi leikjum gegn Frakklandi og Andorra í undankeppni EM 2020.

Hópurinn verður tilkynntur á föstudaginn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×