Glæsimark Rúnars dugði ekki til | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar Már hefur skorað fimm mörk í Evrópudeildinni á tímabilinu.
Rúnar Már hefur skorað fimm mörk í Evrópudeildinni á tímabilinu. vísir/getty
Rúnar Már Sigurjónsson skoraði mark Astana þegar liðið tapaði 1-2 fyrir Partizan Belgrad á heimavelli í L-riðli Evrópudeildarinnar í dag.Rúnar minnkaði muninn í 1-2 með góðu skoti fimm mínútum fyrir leikslok. Markið má sjá hér fyrir neðan.Rúnar hefur verið drjúgur í Evrópudeildinni á þessu tímabili og skorað fimm mörk í átta leikjum.Nígeríski framherjinn Umar Sadiq skoraði bæði mörk Partizan sem er með fjögur stig á toppi riðilsins. Astana er enn án stiga.Klukkan 16:55 hefst seinni leikur dagsins í L-riðli. AZ Alkmaar tekur þá á móti Manchester United.

 

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.