Íslenski boltinn

Hannes Þór Hall­dórs­son besti mark­vörður Pepsi Max-deildarinnar í sumar að mati InStat

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hannes í leik með Valsmönnum gegn KR í sumar.
Hannes í leik með Valsmönnum gegn KR í sumar. vísir/bára

Hannes Þór Halldórsson var best markvörðurinn í Pepsi Max-deild karla er litið er á tölfræði frá tölfræðiveitunni InStat.

InStat er tölfræðiveita sem gerir skýrslu eftir hvern einasta leik í Pepsi Max-deildunum og eftir leiktíðina tóku þeir saman heildartölfræði Pepsi Max-deildarinnar.

Hannes varði næst flest skotin í sumar en einungis Haraldur Björnsson varði fleiri skot en íslenski landsliðsmarkvörðurinn. Hannes varði 86 en Haraldur 89.

Þegar öll tölfræðin er tekin saman; vörð skot, ofurvörslur, sendingar heppnaðar, brot, gul og rauð spjöld og margt, margt fleira endar tölfræðin að Hannes er á toppi deildarinnar yfir markverði.

Hann endar með InStat einkunn upp á 229 í sumar en í öðru sætinu er Daði Freyr Arnarsson, markvörður FH, með einkunn upp á 224.

Aron Dagur Birnuson er í þriðja til fjórða sætinu með 223, jafn Haraldi Björnssyni.

Bestu markverðir Pepsi Max-deildarinnar að mati InStat:

1. Hannes Þór Halldórsson, Valur - 229 stig
2. Daði Freyr Arnarsson, FH - 224 stig
3. Aron Dagur Birnuson, KA - 223 stig
4. Haraldur Björnsson, Stjarnan - 223 stig
5. Gunnleifur Gunnleifsson, Breiðablik - 218 stigAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.