Íslenski boltinn

Hannes Þór Hall­dórs­son besti mark­vörður Pepsi Max-deildarinnar í sumar að mati InStat

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hannes í leik með Valsmönnum gegn KR í sumar.
Hannes í leik með Valsmönnum gegn KR í sumar. vísir/bára
Hannes Þór Halldórsson var best markvörðurinn í Pepsi Max-deild karla er litið er á tölfræði frá tölfræðiveitunni InStat.InStat er tölfræðiveita sem gerir skýrslu eftir hvern einasta leik í Pepsi Max-deildunum og eftir leiktíðina tóku þeir saman heildartölfræði Pepsi Max-deildarinnar.Hannes varði næst flest skotin í sumar en einungis Haraldur Björnsson varði fleiri skot en íslenski landsliðsmarkvörðurinn. Hannes varði 86 en Haraldur 89.Þegar öll tölfræðin er tekin saman; vörð skot, ofurvörslur, sendingar heppnaðar, brot, gul og rauð spjöld og margt, margt fleira endar tölfræðin að Hannes er á toppi deildarinnar yfir markverði.Hann endar með InStat einkunn upp á 229 í sumar en í öðru sætinu er Daði Freyr Arnarsson, markvörður FH, með einkunn upp á 224.Aron Dagur Birnuson er í þriðja til fjórða sætinu með 223, jafn Haraldi Björnssyni.Bestu markverðir Pepsi Max-deildarinnar að mati InStat:1. Hannes Þór Halldórsson, Valur - 229 stig

2. Daði Freyr Arnarsson, FH - 224 stig

3. Aron Dagur Birnuson, KA - 223 stig

4. Haraldur Björnsson, Stjarnan - 223 stig

5. Gunnleifur Gunnleifsson, Breiðablik - 218 stig

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.