Þúsundir kröfðust sjálfstæðis Skotlands í Edinborg Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2019 23:30 Skoskir fánar voru áberandi í göngunni í dag. Þar mátti líka sjá einstaka ESB-fána. AP Þúsundir manna komu saman á götum Edinborgar í Skotlandi fyrr í dag til að krefjast þess að Skotland lýsi yfir sjálfstæði. Nú þegar örfáar vikur eru að óbreyttu þar til að Bretland gengur úr Evrópusambandinu virðist sem að sjálfstæðissinnar í Skotlandi hafi sett í næsta gír í baráttunni. Mótmælendur voru margir klæddir skotapilsi og gengu með skoska fánann. Sagði Peter Johnston, einn skipuleggjenda göngunnar í dag, að Skotland verði ávallt í aftursætinu hjá Stóra-Bretlandi. Landið myndi fyrst ná að blómstra almennilega sem sjálfstætt ríki.pic.twitter.com/CRQHIE9l0x — Derrick Farnell (@derrickfarnell) October 5, 2019Skipuleggjendur göngunnar segja að 200 þúsund manns hafi tekið þátt í göngunni í dag, þó að lögregla hafi ekki endilega reiknað svo marga. Var gengið frá Holyrood Part og að The Meadows þar sem kröfufundur fór fram. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2014 greiddu 55 prósent Skota gegn því að lýsa yfir sjálfstæði. Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins og forsætisráðherra Skotlands, segir að fyrirhuguð útganga Bretlands úr ESB breyti hins vegar forsendunum, enda sé stuðningur við ESB-aðild mikill í Skotlandi. Hefur Sturgeon krafist nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Sturgeon sagðist vera með mótmælendum „í anda“ og að ekki velkjast í nokkrum vafa. Sjálfstæði væri í nánd.Good luck to everyone marching for independence in Edinburgh later. I’m not able to be there in person today, but I will be with you in spirit. Have a great day. And be in no doubt - independence is coming. #indyref — Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) October 5, 2019 Bretland Skotland Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira
Þúsundir manna komu saman á götum Edinborgar í Skotlandi fyrr í dag til að krefjast þess að Skotland lýsi yfir sjálfstæði. Nú þegar örfáar vikur eru að óbreyttu þar til að Bretland gengur úr Evrópusambandinu virðist sem að sjálfstæðissinnar í Skotlandi hafi sett í næsta gír í baráttunni. Mótmælendur voru margir klæddir skotapilsi og gengu með skoska fánann. Sagði Peter Johnston, einn skipuleggjenda göngunnar í dag, að Skotland verði ávallt í aftursætinu hjá Stóra-Bretlandi. Landið myndi fyrst ná að blómstra almennilega sem sjálfstætt ríki.pic.twitter.com/CRQHIE9l0x — Derrick Farnell (@derrickfarnell) October 5, 2019Skipuleggjendur göngunnar segja að 200 þúsund manns hafi tekið þátt í göngunni í dag, þó að lögregla hafi ekki endilega reiknað svo marga. Var gengið frá Holyrood Part og að The Meadows þar sem kröfufundur fór fram. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2014 greiddu 55 prósent Skota gegn því að lýsa yfir sjálfstæði. Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins og forsætisráðherra Skotlands, segir að fyrirhuguð útganga Bretlands úr ESB breyti hins vegar forsendunum, enda sé stuðningur við ESB-aðild mikill í Skotlandi. Hefur Sturgeon krafist nýrrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Sturgeon sagðist vera með mótmælendum „í anda“ og að ekki velkjast í nokkrum vafa. Sjálfstæði væri í nánd.Good luck to everyone marching for independence in Edinburgh later. I’m not able to be there in person today, but I will be with you in spirit. Have a great day. And be in no doubt - independence is coming. #indyref — Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) October 5, 2019
Bretland Skotland Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Sjá meira