Innlent

Vara­samir hnútar sem gætu náð 40 metrum á sekúndu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vindaspá Veðurstofunnar sem gildir fyrir klukkan 8. Rauða svæðið á kortinu sýnir hvar vindstyrkur gæti náð allt að 30 til 40 metrum á sekúndu.
Vindaspá Veðurstofunnar sem gildir fyrir klukkan 8. Rauða svæðið á kortinu sýnir hvar vindstyrkur gæti náð allt að 30 til 40 metrum á sekúndu. Veðurstofa Íslands

Á vef Vegagerðarinnar er vakin athygli á varasömum hnútum sem gætu náð 35 til 40 metrum á sekúndu í Mýrdal og undir Austur-Eyjafjöllum fram eftir morgni. Það lægir svo heldur fyrir hádegi.

Þá má einnig búast við hviðum þvert á veg í Öræfum næstu klukkustundirnar en gengur þar svo nokkuð fljótt yfir.

Veðurstofan hefur síðan gefið út gula viðvörun fyrir Austfirði og Suðausturland vegna mikilla rigninga.

Veðurhorfur á landinu:

Vaxandi austan- og norðaustanátt, víða 10-18 m/s í dag en 18-23 syðst fram að hádegi. Rigning, einkum á Austfjörðum og SA-landi, en úrkomulítið V-lands.

Norðaustan 10-18 á morgun, en hægari á stöku stað. Rigning með köflum en þurrt að kalla S- og V-lands. Hiti 7 til 13 stig.

Á þriðjudag:
Norðaustan 8-13 m/s, en 10-18 síðdegis um landið NV-vert. Víða rigning, en að mestu þurrt SV- og V-lands. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast á SV-landi.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Norðaustan 8-13 og súld eða rigning N- og A-til á landinu, en bjart með köflum sunnan heiða. Hiti 3 til 10 stig, mildast syðst.

Á föstudag:
Austan- og norðaustanátt. Dálítil væta öðru hverju, en þurrt V-lands. Hiti breytist lítið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.