Innlent

Vara­samir hnútar sem gætu náð 40 metrum á sekúndu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Vindaspá Veðurstofunnar sem gildir fyrir klukkan 8. Rauða svæðið á kortinu sýnir hvar vindstyrkur gæti náð allt að 30 til 40 metrum á sekúndu.
Vindaspá Veðurstofunnar sem gildir fyrir klukkan 8. Rauða svæðið á kortinu sýnir hvar vindstyrkur gæti náð allt að 30 til 40 metrum á sekúndu. Veðurstofa Íslands
Á vef Vegagerðarinnar er vakin athygli á varasömum hnútum sem gætu náð 35 til 40 metrum á sekúndu í Mýrdal og undir Austur-Eyjafjöllum fram eftir morgni. Það lægir svo heldur fyrir hádegi.

Þá má einnig búast við hviðum þvert á veg í Öræfum næstu klukkustundirnar en gengur þar svo nokkuð fljótt yfir.

Veðurstofan hefur síðan gefið út gula viðvörun fyrir Austfirði og Suðausturland vegna mikilla rigninga.

Veðurhorfur á landinu:

Vaxandi austan- og norðaustanátt, víða 10-18 m/s í dag en 18-23 syðst fram að hádegi. Rigning, einkum á Austfjörðum og SA-landi, en úrkomulítið V-lands.

Norðaustan 10-18 á morgun, en hægari á stöku stað. Rigning með köflum en þurrt að kalla S- og V-lands. Hiti 7 til 13 stig.

Á þriðjudag:

Norðaustan 8-13 m/s, en 10-18 síðdegis um landið NV-vert. Víða rigning, en að mestu þurrt SV- og V-lands. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast á SV-landi.

Á miðvikudag og fimmtudag:

Norðaustan 8-13 og súld eða rigning N- og A-til á landinu, en bjart með köflum sunnan heiða. Hiti 3 til 10 stig, mildast syðst.

Á föstudag:

Austan- og norðaustanátt. Dálítil væta öðru hverju, en þurrt V-lands. Hiti breytist lítið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×