Innlent

Óskað eftir vitnum að um­ferðar­ó­happi í Rjúpu­felli

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mynd af vettvangi í Rjúpufelli á laugardaginn.
Mynd af vettvangi í Rjúpufelli á laugardaginn. lögreglan
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðaróhappi í Rjúpufelli í Reykjavík sem síðastliðið laugardagskvöld, þann 5. október. Málið barst lögreglu klukkan 22:27.



Ekið var á fjórar kyrrstæðar bifreiðar til móts við Rjúpufell 25-27 en tjónvaldurinn ók rakleiðis af vettvangi að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.



„Ökumaðurinn er hvattur til að gefa sig fram, en geti einhverjir veitt upplýsingar um hann eru hinir sömu vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000.



Upplýsingum má einnig koma á framfæri með tölvupósti á netfangið sigrun.jonasdottir@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meðfylgjandi er mynd frá vettvanginum í Rjúpufelli,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.