Innlent

Óskað eftir vitnum að um­ferðar­ó­happi í Rjúpu­felli

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mynd af vettvangi í Rjúpufelli á laugardaginn.
Mynd af vettvangi í Rjúpufelli á laugardaginn. lögreglan

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðaróhappi í Rjúpufelli í Reykjavík sem síðastliðið laugardagskvöld, þann 5. október. Málið barst lögreglu klukkan 22:27.

Ekið var á fjórar kyrrstæðar bifreiðar til móts við Rjúpufell 25-27 en tjónvaldurinn ók rakleiðis af vettvangi að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu.

„Ökumaðurinn er hvattur til að gefa sig fram, en geti einhverjir veitt upplýsingar um hann eru hinir sömu vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000.

Upplýsingum má einnig koma á framfæri með tölvupósti á netfangið sigrun.jonasdottir@lrh.is eða í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meðfylgjandi er mynd frá vettvanginum í Rjúpufelli,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.