Sport

Cech orðinn markvörður íshokkíliðs

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Petr Cech vann fjóra Englandsmeistaratitla með Chelsea. Hann spilaði síðustu ár ferils síns með Arsenal
Petr Cech vann fjóra Englandsmeistaratitla með Chelsea. Hann spilaði síðustu ár ferils síns með Arsenal vísir/getty

Petr Cech, fyrrum markvörður Chelsea og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, er ekki hættur allri íþróttaiðkun þó markmannshanskarnir séu komnir á hilluna.

Cech er búinn að skrifa undir hjá íshokkíliðinu Guildford Phoenix. Það þarf engan að undra að hann mun spila stöðu markvarðar í liðinu.

„Ég vona að ég geti hjálpað þessu unga liði að ná markmiðum sínum,“ sagði Cech sem lengi hefur verið aðdáandi íþróttarinnar.

„Eftir 20 ár af atvinnumannafótbolta þá verður frábær upplifun að spila leikinn sem ég hef elskað að horfa á síðan ég var krakki.“

Guildford Phoenix spilar í annarri deild á Englandi.

Cech verður þriðji markvörður Phoenix en hann vinnur sem ráðgjafi hjá Chelsea og mun gera það ásamt íshokkíinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.