Styrkja nemendur um milljónir með myntsölu Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 30. september 2019 07:00 Jennifer Grayburn stundaði nám í miðaldafræðum við Háskóla Íslands. Stofnun Leifs Eiríkssonar hefur veitt 420 milljónum íslenskra króna í námsstyrki á síðustu 18 árum. Stofnunin styrkir árlega um tíu nemendur til náms í Bandaríkjunum og á Íslandi og fær hver nemandi fyrir sig þrjár milljónir króna. „Sjóðurinn varð til árið 2001 af hugmynd Steingríms Hermannssonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Robert Kellogg, prófessor við Virginíu-háskóla,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, formaður stjórnar Stofnunar Leifs Eiríkssonar. „Hugmyndin var sú að efla samskipti íslenskra og bandarískra háskóla. Slegin var mynt, bæði silfurdollari og þúsund króna silfurmynt, þær voru svo seldar og ágóðinn er þessi öflugi námsmannasjóður,“ segir Kristín. Sjóðurinn hefur veitt 3,1 milljón dollara, eða 420 milljónum íslenskra króna, í námsstyrki til íslenskra og bandarískra nemenda sem vilja fara í framhaldsnám.Kristín Ingólfsdóttir, formaður stjórnar Stofnunar Leifs Eiríkssonar.„Fjöldi íslenskra nemenda hefur farið í nám í Bandaríkjunum og svo hafa Bandaríkjamenn komið hingað í nám. Hægt er að sækja um styrk til að fara í hvaða nám sem er í öllum skólum hérlendis og í Bandaríkjunum,“ segir Kristín. Jennifer Grayburn er ein þeirra sem hlaut styrk frá stofnuninni og segir hún að tækifærið hafi breytt náms- og starfsferli sínum. Hún var við nám í Viginíu-háskóla sem er samstarfsaðili sjóðsins. „Það var mikilvægur þáttur í mínu námi að læra forníslensku og það er ekki hlaupið að því að læra hana í Bandaríkjunum,“ segir Jennifer. Hún stundaði nám á meistarastigi í miðaldafræðum við Háskóla Íslands árið 2013–2014. „Ég hefði aldrei getað gert allt sem ég er búin að gera á mínum ferli ef ég hefði ekki fengið styrkinn,“ segir Jennifer. „Ég held að með því að hafa komið hingað og fengið að læra miðaldafræði og forníslensku, hafi ferill minn tekið allt aðra stefnu en hann hefði annars gert,“ bætir hún við. Jennifer naut dvalarinnar á Íslandi og gæti vel hugsað sér að dvelja hér meira. „Ég kynntist hérna fullt af fólki, meðal annars Jennýju Kristjánsdóttur, og við höfum unnið mikið saman síðan,“ segir hún. „Mér líkaði land og þjóð svo vel að ég meira að segja giftist manninum mínum hérna árið 2015, við giftum okkur á Búðum,“ segir Jennifer, sem er stödd hér á landi ásamt stjórn sjóðsins og var á siglingu um Breiðafjörð þegar blaðamaður ræddi við hana. „Núna er ég svo heppin að fá að taka þátt í því að velja úr umsóknum þeirra sem sækja um styrkinn. Þetta er eitt það mest gefandi sem ég hef gert á mínum ferli, að fá að taka þátt í að veita einhverjum tækifærið sem ég fékk,“ segir hún. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Stofnun Leifs Eiríkssonar hefur veitt 420 milljónum íslenskra króna í námsstyrki á síðustu 18 árum. Stofnunin styrkir árlega um tíu nemendur til náms í Bandaríkjunum og á Íslandi og fær hver nemandi fyrir sig þrjár milljónir króna. „Sjóðurinn varð til árið 2001 af hugmynd Steingríms Hermannssonar, þáverandi seðlabankastjóra, og Robert Kellogg, prófessor við Virginíu-háskóla,“ segir Kristín Ingólfsdóttir, formaður stjórnar Stofnunar Leifs Eiríkssonar. „Hugmyndin var sú að efla samskipti íslenskra og bandarískra háskóla. Slegin var mynt, bæði silfurdollari og þúsund króna silfurmynt, þær voru svo seldar og ágóðinn er þessi öflugi námsmannasjóður,“ segir Kristín. Sjóðurinn hefur veitt 3,1 milljón dollara, eða 420 milljónum íslenskra króna, í námsstyrki til íslenskra og bandarískra nemenda sem vilja fara í framhaldsnám.Kristín Ingólfsdóttir, formaður stjórnar Stofnunar Leifs Eiríkssonar.„Fjöldi íslenskra nemenda hefur farið í nám í Bandaríkjunum og svo hafa Bandaríkjamenn komið hingað í nám. Hægt er að sækja um styrk til að fara í hvaða nám sem er í öllum skólum hérlendis og í Bandaríkjunum,“ segir Kristín. Jennifer Grayburn er ein þeirra sem hlaut styrk frá stofnuninni og segir hún að tækifærið hafi breytt náms- og starfsferli sínum. Hún var við nám í Viginíu-háskóla sem er samstarfsaðili sjóðsins. „Það var mikilvægur þáttur í mínu námi að læra forníslensku og það er ekki hlaupið að því að læra hana í Bandaríkjunum,“ segir Jennifer. Hún stundaði nám á meistarastigi í miðaldafræðum við Háskóla Íslands árið 2013–2014. „Ég hefði aldrei getað gert allt sem ég er búin að gera á mínum ferli ef ég hefði ekki fengið styrkinn,“ segir Jennifer. „Ég held að með því að hafa komið hingað og fengið að læra miðaldafræði og forníslensku, hafi ferill minn tekið allt aðra stefnu en hann hefði annars gert,“ bætir hún við. Jennifer naut dvalarinnar á Íslandi og gæti vel hugsað sér að dvelja hér meira. „Ég kynntist hérna fullt af fólki, meðal annars Jennýju Kristjánsdóttur, og við höfum unnið mikið saman síðan,“ segir hún. „Mér líkaði land og þjóð svo vel að ég meira að segja giftist manninum mínum hérna árið 2015, við giftum okkur á Búðum,“ segir Jennifer, sem er stödd hér á landi ásamt stjórn sjóðsins og var á siglingu um Breiðafjörð þegar blaðamaður ræddi við hana. „Núna er ég svo heppin að fá að taka þátt í því að velja úr umsóknum þeirra sem sækja um styrkinn. Þetta er eitt það mest gefandi sem ég hef gert á mínum ferli, að fá að taka þátt í að veita einhverjum tækifærið sem ég fékk,“ segir hún.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira