Sport

Guðni Valur úr leik á HM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tvö af þremur köstum Guðna Vals voru ógild.
Tvö af þremur köstum Guðna Vals voru ógild. mynd/frí

Kringlukastarinn Guðni Valur Guðnason hefur lokið keppni á HM í frjálsum íþróttum sem fram fer í Doha í Katar.

Tvö af þremur köstum Guðna voru ógild. Í annarri tilraun kastaði hann 53,91 metra.

Það dugði Guðna skammt en til að tryggja sig beint inn í úrslitin hefði hann þurft að kasta yfir 65 metra eða enda á meðal tólf efstu í báðum kasthópum.

Guðni varð sextándi í sínum kasthóp og er því úr leik á sínu fyrsta heimsmeistaramóti á ferlinum.

Hann var eini íslenski keppandinn á mótinu og því er þátttöku Íslands á HM lokið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.