Fótbolti

Öruggt hjá Frökkum og Tyrkjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kingsley Coman skorar fyrsta mark Frakklands gegn Andorra.
Kingsley Coman skorar fyrsta mark Frakklands gegn Andorra. vísir/getty

Frakkland og Tyrkland, keppinautar Íslands um efstu tvö sætin í H-riðli undankeppni EM 2020, unnu bæði leiki sína í kvöld.

Heimsmeistarar Frakka unnu 3-0 sigur á Andorramönnum á Saint-Denis.

Kingsley Coman, Clement Lenglet og Wissam Ben Yedder skoruðu mörk Frakka. Antoine Griezmann klúðraði vítaspyrnu líkt og í sigrinum á Albaníu á laugardaginn.

Frakkland er með 15 stig í 2. sæti riðilsins. Tyrkland, sem vann 0-4 sigur á Moldóvu, er á toppnum, eru einnig með 15 stig.

Cenk Tosun skoraði tvö mörk fyrir Tyrki og Deniz Turuc og Yusuf Yazici sitt markið hvor.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.