Fótbolti

Sterling gaf ungum aðdáanda skóna sem hann spilaði í gegn Kósóvó

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sterling í gulu skónum sem eru nú í eigu ungs aðdáanda.
Sterling í gulu skónum sem eru nú í eigu ungs aðdáanda. vísir/getty
Raheem Sterling gaf ungum aðdáanda takkaskóna sem hann notaði í leik Englands og Kósóvó á St. Mary's vellinum í Southampton í undankeppni EM 2020 í gær.

Sterling átti frábæran leik og skoraði eitt mark og lagði upp annað í 5-3 sigri Englands sem er með fullt hús stiga á toppi A-riðils undankeppninnar.

Eftir leikinn gaf Sterling sér góðan tíma með ungum stuðningsmönnum enska landsliðsins.

Sumir báðu um myndir af sér með Sterling, aðrir um eiginhandaráritun og svo var einn sem bað Sterling um að gefa sér skóna sem hann lék í.

Manchester City-maðurinn varð við þeirri bón, vippaði sér úr skónum og lét strákinn hafa þá. Hann var að vonum himinlifandi með skóna og brosti breitt.



Sterling hefur farið mikinn með enska landsliðinu að undanförnu. Í síðustu átta landsleikjum hefur hann skorað átta mörk og lagt upp fjögur.

Hinn 24 ára Sterling hefur skorað tíu mörk í 53 landsleikjum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×