Sport

Hraðasta hlaupið í NFL-deildinni í tvö ár | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Cordarelle Patterson hlaupagikkur.
Cordarelle Patterson hlaupagikkur. vísir/getty
Cordarelle Patterson, leikmaður Chicago Bears, er fljótur. Hann er reyndar alveg rosalega fljótur eins og hann sannaði í leiknum gegn Denver í gær.

Þá tók hann á rás og náði tæplega 36 kílómetra hraða. Það er hratt.





Það hefur enginn hlaupið svona hratt í deildinni í tvö ár sem segir meira en mörg orð um hlaupið enda mikið af hröðum mönnum í deildinni.

Patterson hljóp 50 jarda í leiknum sem var heldur betur dramatískur enda tryggði Bears sér sigur með sparki er leiktíminn rann út.

NFL

Tengdar fréttir

Brees er mjög áhyggjufullur

Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans Saints, meiddist á þumalfingri snemma í leiknum gegn LA Rams í gær og meiðslin gætu verið alvarleg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×