Sport

Ferillinn gæti endað á morgun en hann fengi samt fjórtán milljarða

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jared Goff er orðinn mjög ríkur maður.
Jared Goff er orðinn mjög ríkur maður. Getty/Robert Reiners
Jared Goff hefur skrifað undir framlengingu á samning sínum við Los Angeles Rams í NFL-deildinni en leikstjórnandinn leiddi lið sitt í Super Bowl leikinn á síðasta tímabili.

Jared Goff var að hefja fjórða árið sitt á fimm ára nýliðasamningi. Hann skrifar undir fjögurra ára framlengingu sem er virði 134 milljóna Bandaríkjadala eða meira en sautján milljarðar íslenskra króna.





Samningur Los Angeles Rams setti nýtt NFL-met hvað varðar upphæðina sem Jared Goff er öruggur með að fá hvort sem hann klárar þessi fjögur ár eða endar feril sinn á morgun.

Jared Goff mun alltaf fá 110 milljónir dollara eða fjórtán milljarða íslenskra króna. Gamla metið átti Carson Wentz, leikstjórnandi Philadelphia Eagles, sem skrifaði undir sinn samning í júní. Wentz er öruggur með 107,9 milljónir Bandaríkjadala.





Jared Goff er 24 ára gamall og hefur sýnt miklar framfarir á hverju tímabili. Hann fær 4,3 milljónir dollara fyrir þetta tímabil og svo 22,8 milljónir fyrir lokaár nýliðasamningsins. Svo tekur við nýi samningurinn. Hann mun nú fá samtals 161 milljón á næstu sex árum.

Undir stjórn Goff hefur Los Angeles Rams unnuð sína deild tvö ár í röð og í febrúar komst liðið í sinn fyrsta Super Bowl leik í sautján ár. Liðið er líklegt til afreka á tímabilinu sem hefst um helgina.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×