Johnson segist frekar vilja „liggja dauður í skurði“ en sækja um frest til Brussel Kjartan Kjartansson og Þórgnýr Einar Albertsson skrifa 5. september 2019 19:00 Stjórnarandstæðingar gagnrýndu Johnson fyrir að nota lögreglumenn sem bakgrunn fyrir það sem þeir sögðu hápólitíska ræðu í dag. Vísir/EPA Frekar vildi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, „liggja dauður úti í skurði“ en biðja Evrópusambandið um frestun á útgöngu Bretlands. Þessu hélt Johnson fram á viðburði með lögreglumönnum í Vestur-Jórvíkurskíri í dag. Hann ætlar að reyna öðru sinni á mánudag að fá þingið til þess að samþykkja að boða til kosninga 15. október en það felldi frumvarp þess efnis í gærkvöldi. Í spurningatíma á viðburðinum í dag var Johnson spurður að því hvort að hann gæti lofað því að sækjast aldrei eftir því við Evrópusambandið að fresta Brexit svaraði forsætisráðherrann: „Já, ég get það. Ég vildi frekar liggja dauður í skurði.“ Hann vildi þó ekki svara því hvort hann segði af sér ef þingið skikkaði hann til að sækja um frest, aðeins að tilgangslaust væri að fresta útgöngunni frekar en þegar er orðið, að sögn The Guardian. Uppreisnarmenn í Íhaldsflokki Johnson tóku höndum saman við stjórnarandstöðuna og greiddu atkvæði með frumvarpi sem myndi neyða Johnson til að fresta Brexit á þriðjudag. Hann lagði í kjölfarið fram frumvarp um að boða til kosninga 15. október en það var fellt í gærkvöldi. Stjórnarandstaðan var andvíg tillögu gærdagsins af ótta við að Johnson myndi ganga á bak orða sinna og fresta kosningunum fram yfir settan útgöngudag úr Evrópusambandinu, 31. október, og þannig ná samningslausri útgöngu, þvert gegn vilja þingsins. Tvo þriðju hluta þingmanna þarf til að samþykkja tillöguna um kosningar og náðist það ekki í gær. Sajid Javid, fjármálaráðherra Breta, sagði í morgun að stjórnarandstaðan væri hrædd við vilja þjóðarinnar. John McDonnell, skuggafjármálaráðherra, sagði hins vegar að Verkamannaflokkurinn væri tilbúinn í kosningar. Spurningin snerist um tímasetningu. Á mánudag verður staðan að öllum líkindum orðin sú að frumvarp stjórnarandstöðunnar, sem skuldbindur Johnson til þess að biðja Evrópusambandið um að fresta útgöngunni, verður orðið að lögum og vonast Johnson til að það dugi til að tryggja kosningatillögunni stuðning. En ríkisstjórn Íhaldsflokksins heldur áfram að veikjast eftir að hafa misst meirihluta sinn í vikunni og rekið 21 þingmann úr þingflokknum. Jo Johnson, bróðir forsætisráðherrans, sagði af sér sem bæði þingmaður og ráðherra í dag vegna óánægju með stefnu stjórnarinnar. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bróðir Borisar segir af sér Breski Íhaldsmaðurinn Jo Johnson hefur tilkynnt um afsögn sína sem þingmaður og ráðherra. 5. september 2019 11:06 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Frekar vildi Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, „liggja dauður úti í skurði“ en biðja Evrópusambandið um frestun á útgöngu Bretlands. Þessu hélt Johnson fram á viðburði með lögreglumönnum í Vestur-Jórvíkurskíri í dag. Hann ætlar að reyna öðru sinni á mánudag að fá þingið til þess að samþykkja að boða til kosninga 15. október en það felldi frumvarp þess efnis í gærkvöldi. Í spurningatíma á viðburðinum í dag var Johnson spurður að því hvort að hann gæti lofað því að sækjast aldrei eftir því við Evrópusambandið að fresta Brexit svaraði forsætisráðherrann: „Já, ég get það. Ég vildi frekar liggja dauður í skurði.“ Hann vildi þó ekki svara því hvort hann segði af sér ef þingið skikkaði hann til að sækja um frest, aðeins að tilgangslaust væri að fresta útgöngunni frekar en þegar er orðið, að sögn The Guardian. Uppreisnarmenn í Íhaldsflokki Johnson tóku höndum saman við stjórnarandstöðuna og greiddu atkvæði með frumvarpi sem myndi neyða Johnson til að fresta Brexit á þriðjudag. Hann lagði í kjölfarið fram frumvarp um að boða til kosninga 15. október en það var fellt í gærkvöldi. Stjórnarandstaðan var andvíg tillögu gærdagsins af ótta við að Johnson myndi ganga á bak orða sinna og fresta kosningunum fram yfir settan útgöngudag úr Evrópusambandinu, 31. október, og þannig ná samningslausri útgöngu, þvert gegn vilja þingsins. Tvo þriðju hluta þingmanna þarf til að samþykkja tillöguna um kosningar og náðist það ekki í gær. Sajid Javid, fjármálaráðherra Breta, sagði í morgun að stjórnarandstaðan væri hrædd við vilja þjóðarinnar. John McDonnell, skuggafjármálaráðherra, sagði hins vegar að Verkamannaflokkurinn væri tilbúinn í kosningar. Spurningin snerist um tímasetningu. Á mánudag verður staðan að öllum líkindum orðin sú að frumvarp stjórnarandstöðunnar, sem skuldbindur Johnson til þess að biðja Evrópusambandið um að fresta útgöngunni, verður orðið að lögum og vonast Johnson til að það dugi til að tryggja kosningatillögunni stuðning. En ríkisstjórn Íhaldsflokksins heldur áfram að veikjast eftir að hafa misst meirihluta sinn í vikunni og rekið 21 þingmann úr þingflokknum. Jo Johnson, bróðir forsætisráðherrans, sagði af sér sem bæði þingmaður og ráðherra í dag vegna óánægju með stefnu stjórnarinnar.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Bróðir Borisar segir af sér Breski Íhaldsmaðurinn Jo Johnson hefur tilkynnt um afsögn sína sem þingmaður og ráðherra. 5. september 2019 11:06 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Bróðir Borisar segir af sér Breski Íhaldsmaðurinn Jo Johnson hefur tilkynnt um afsögn sína sem þingmaður og ráðherra. 5. september 2019 11:06
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent