Abraham skoraði tvö mörk í fyrsta sigri Chelsea undir stjórn Lampard

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tammy Abraham og Mason Mount, markaskorarar Chelsea gegn Norwich.
Tammy Abraham og Mason Mount, markaskorarar Chelsea gegn Norwich. vísir/getty
Chelsea vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar liðið lagði nýliða Norwich City að velli, 2-3, á Carrow Road í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.Tammy Abraham skoraði tvö mörk fyrir Chelsea sem vann sinn fyrsta sigur í keppnisleik undir stjórn Franks Lampard í dag. Chelsea er með fjögur stig eftir fyrstu þrjá leiki sína í ensku úrvalsdeildinni en Norwich þrjú.Leikurinn byrjaði mjög fjörlega og eftir hálftíma var staðan 2-2.Chelsea komst yfir strax á 3. mínútu þegar Abraham skoraði með góðu skoti eftir fyrirgjöf Cesars Azpilicueta. Aðeins þremur mínútum síðar jafnaði Todd Cantwell með skoti af stuttu færi eftir sendingu frá Finnanum Teemu Pukki.Á 17. mínútu komst Chelsea aftur yfir þegar Mason Mount skoraði sitt annað mark á tímabilinu. Þetta er í fyrsta sinn í 27 ár sem tveir Englendingar, 21 árs og yngri, skora í deildarleik fyrir Chelsea. Eddie Newton og Graham Stuart afrekuðu það gegn Sheffield Wednesday 22. ágúst 1992.Þegar hálftími var liðinn af leiknum jafnaði Pukki með sínu fimmta marki á tímabilinu. Hann er aðeins annar leikmaðurinn sem skorar fimm mörk í fyrstu þremur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni. Hinn er Rússinn Pavel Pogrebnyak.Á 68. mínútu skoraði Abraham sitt annað mark og þriðja mark Chelsea eftir laglega skyndisókn gestanna. Fleiri urðu mörkin ekki og Chelsea fagnaði langþráðum sigri.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.