Bíó og sjónvarp

Truflaður í pottinum af Ingvari E. í nýrri HBO þátta­röð

Sylvía Hall skrifar
Ingvar E. Sigurðsson sem Ragnar Magnússon.
Ingvar E. Sigurðsson sem Ragnar Magnússon. HBO

Önnur þáttaröð bandarísku þáttanna Succession hefur göngu sína í kvöld á Stöð 2. Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda en þeir eru framleiddir af HBO og fjalla um Roy fjölskylduna sem á alþjóðlegt fjölmiðlastórveldi.

Í fyrsta þætti annarrar þáttaraðar hefst sagan á Íslandi þar sem Kendall Roy, sem leikinn er af Jeremy Strong, er rifinn af stað af Ragnari Magnússyni til þess að koma fram í sjónvarpsviðtali. Sá sem fer með hlutverk Ragnars er enginn annar en Ingvar E. Sigurðsson.

Íslensk náttúra fær að njóta sín í þættinum en í upphafi þáttarins sést Roy njóta sín í heilsulind með fallega náttúru í bakgrunni. Þeir félagar keyra svo til Reykjavíkur þar sem honum er skutlað í fyrrnefnt sjónvarpsviðtal sem fer fram í húsnæði Ríkisútvarpsins.

Hér að neðan má sjá sýnishorn úr þáttunum en líkt og áður kom fram er fyrsti þáttur sýndur á Stöð 2 klukkan 20:35 í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.