Sport

Fyrsti þáttur Hard Knocks er á Stöð 2 Sport í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jon Gruden er þjálfari Oakland Raiders en hann gerði tíu ára samning í fyrra og fékk fyrir 100 milljónir Bandaríkjadala eða 12,4 milljarða íslenskra króna.
Jon Gruden er þjálfari Oakland Raiders en hann gerði tíu ára samning í fyrra og fékk fyrir 100 milljónir Bandaríkjadala eða 12,4 milljarða íslenskra króna. Getty/Robert Reiners

Það eru margir aðdáendur ameríska fótboltans búnir að bíða spenntir eftir Hard Knocks þáttunum í ár og í kvöld er sú bið loksins á enda.

Eftir að ljóst varð að NFL Hard Knocks fylgdi eftir Oakland Raiders liðinu að þessu sinni þá vissi NFL áhugafólk að eitthvað gott væri í vændum.

Hard Knocks eru flottir þættir um undirbúning Oakland Raiders fyrir veturinn í NFL deildinni en myndavélarnar fá að vera inn á öllum æfingum, liðsfundum og einkafundum liðsins í æfingabúðunum.

Fyrsti þáttur Hard Knocks 2019 verður sýndur á Stöð 2 Sport í kvöld og hefst klukkan 19.00 eða strax á eftir leik Liverpool og Chelsea um Ofurbikar Evrópu.

Það sem hefur gert Hard Knocks þáttinn í ár enn meira spennandi er öll sápuóperan í kringum stjörnuútherjann Antonio Brown sem kom í skiptum frá Pittsburgh Steelers.  Oakland Raiders er líka að reyna að stimpla sig inn í umræðuna áður en liðið flytur til Las Vegas.

Antonio Brown mætti á fyrstu æfinguna í loftbelg en frysti síðan iljarnar á sér í kæliklefanum og hefur ekkert gerað æft. Það má búast við að öll dramatíkin í kringum Antonio Brown fái gott pláss í þáttunum en eins verða örugglega margar skemmtilegar sögur af leikmönnum að berjast fyrir sæti sínu í liðinu.

Þættirnir eru alls fimm talsins og verða sýndir vikulega á Stöð 2 Sport þar til að tímabilið hefst.

Í fyrra var Cleveland Browns í Hard Knocks og heppnuðust þeir þættir mjög vel.

NFL

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.