Sport

Æfir sig fyrir tímabilið með því að grípa múrsteina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Antonio Brown.
Antonio Brown. Getty/Chris Graythen
Þegar þú ert einn sá besti í heimi í sinni grein þá þarftu oft að fara nýstárlegar leiðir við æfingar til að halda þér á toppnum.

Antonio Brown er einn besti útherji NFL-deildarinnar og er alltaf á leiðinni í frægðarhöllina í framtíðinni. Í sumar skipti hann um lið eftir að hafa verið í átta ár hjá Pittsburgh Steelers. Brown spilar með liði Oakland Raiders á komandi tímabili.

Antonio Brown hefur verið gagnrýndur fyrir stjörnustæla og rembing en það verður seint hægt að gagnrýna kappann fyrir að leggja ekki mikið á sig við æfingar.

Það eru fáir betri í að grípa boltann en Antonio Brown og hér fyrir neðan má sjá eina af ástæðuna fyrir því.





Antonio Brown sést hér æfa sig fyrir tímabilið með því að grípa  múrsteina. Það gefur að skilja að múrsteinarnir eru mun þyngri og harðari en boltarnir sem Brown ætlar að grípa í tímabilinu.

Antonio Brown er frábær leikmaður og enginn í NFL-deildinni hefur gripið fleiri bolta eða farið fleiri jarda síðan að hann kom inn í deildina árið 2010.

Brown skoraði fimmtán snertimörk á síðasta tímabili sem er það mesta hjá honum á ferlinum og var það mesta hjá útherja í deildinni. Hann fór hins vegar færri jarda eftir gripna bolta en tímabilið á undan.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×