Lífið

Þurfti að skilja búnað eftir vegna geisla­virkni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hildur Guðnadóttir tónskáld.
Hildur Guðnadóttir tónskáld. ANTJE TAIGA JANDRIG

„Mér leið eins og það væri mjög mikilvægt að minna á þessa atburði í dag því mér fannst eins og ungt fólk vissi ekki um það sem gerðist,“ sagði Hildur Guðnadóttir, tónskáld, um Chernobyl þættina í hlaðvarpsþættinum Behind The Screen.Hildur hefur fengið mikið lof fyrir hljóðrásina sem hún samdi fyrir þættina. Hljóðrásin var að stórum hluta samsett úr hljóðum sem tekin voru upp í kjarnorkuveri í Litáen og hefur Hildur hlotið tilnefningu til Emmy verðlauna fyrir verk sitt.Í þættinum, sem er gefinn út af The Hollywood Reporter, talar Hildur um hvernig hljóðin voru tekin upp og hvaðan hljóðin komur. Til að mynda var hennar uppáhalds „hljóðfæri“ hurð sem leiddi að dæluherbergi.

Tsjernóbíl er fimm þátta sería sem hefur rækilega slegið í gegn.HBO

„Ég varði löngum tíma í að taka upp herbergistóna, niðinn sem barst úr þeim…. Uppáhalds „hljóðfærið“ mitt í hljóðrásinni var hurð sem leiddi að dæluherbergi sem hljómaði eins og sinfónía.“Hún segir suma rafmagnskaplana sem hún kom með sér hafa verið orðna svo geislavirka að ekki hafi verið öruggt að taka þá aftur heim.Hildur hefur verið að vinna að hljóðrás fyrir kvikmyndina Joker sem kemur út í október. Myndin er forsaga Jókersins, sem er erkióvinur Leðurblökumannsins. Hún vann að hljóðrásunum tveimur á sama tíma.Hún segist hafa leikið sér aðeins meira með hljóðrásina fyrir Jókerinn og hún hafi ekki þurft að vera jafn heiðarleg og heiðra alvöru fólk eins og fyrir Chernobyl.Hægt er að hlusta á þáttinn hér fyrir neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.