Erlent

Átta fórust í eldsvoða í Úkraínu

Frá borginni Odessa í Úkraínu.
Frá borginni Odessa í Úkraínu. Vísir/Getty
Ekki liggur fyrir hvernig eldur kviknaði í hóteli í hafnarborginni Odessa í sunnanverðri Úkraínu í nótt. Átta fórust og tíu slösuðust.Eldurinn kviknaði skömmu eftir miðnætt að staðartíma. Reuters-fréttastofan segir að viðbragðsaðilar hafi ekki gefið upplýsingar um hversu margir gestir voru á Tokyo Star-hótelinu sem er með 273 herbergi.Slökkviliðsmenn glímdu við eldinn í um þrjár klukkustundir. Eldurinn er sagður hafa verið á um þúsund fermetra svæði í hótelinu.AP-fréttastofan segir að Tokyo Star-hótelið sé ódýrt hótel nærri aðallestarstöð borgarinnar. Á myndum af vettvangi sjáist þröng herbergi sem séu sum lítið breiðari en einbreitt rúm.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.