Innlent

Ís­lenskt skák­fé­lag hélt mót á einni af­skekktustu eyju Græn­lands

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Gleðin var allsráðandi eftir fyrsta meistaramót Kullorsuaq í skák.
Gleðin var allsráðandi eftir fyrsta meistaramót Kullorsuaq í skák. mynd/aðsend

Í gær lauk hátíð Hróksins, skákfélags, í þorpinu Kullorsuaq á samnefndri eyju við vesturströnd Grænlands. Hátíðin var haldin annað árið í röð en nánast allir í þorpinu, um 450 manns, tóku þátt í hátíðarhöldunum. Fyrsta meistaramótið í skák var haldið í bænum og haldin var sirkussýning.

Robert Magro ásamt nokkrum ungmennanna úr sikrisskólanum á lokahátíðinni. mynd/aðsend

Sirkuslistamennirnir Axel Diego og Roberto Magro voru með sirkusskóla fyrir börn og fullorðna, og slógu upp mikilli sýningu í íþróttahúsi bæjarins í hátíðarlok. Þeir voru líka í föruneyti Hróksins til Kullorsuaq í fyrra, og segir Roberto að Kullorsuaq sé einstakur staður. ,,Ég hef sýnt og kennt í flestum heimsálfum, en aldrei kynnst öðru eins og hérna," segir Roberto.

Sirkussýningin vakti mikla gleði meðal áhorfenda. mynd/aðsend

Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, segir ferðina hafa gengið vonum framar en hann kenndi skák í grunnskólanum í vikunni. Skákfélag var stofnað í bænum þegar Hrókurinn heimsótti bæinn í fyrra. Hann segir börnin í skólanum, sem eru um hundrað talsins, hafa verið mjög áhugasöm: „Þau sýndu hreint undraverða leikni við skákborðið og öll voru þau jafn áhugasöm og yndislegt að upplifa leikgleðina.“

Þrjátíu og tveir keppendur tóku þátt í meistaramótinu og voru þeir á öllum aldri. Keppendur í Kullorsuaq voru fleiri en keppendur á meistaramótinu í Nuuk, þar sem meira en 18 þúsund manns eru búsettir. Undirbúningur er þegar hafinn fyrir næstu hátíð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.