Enski boltinn

Sóknarmaður Wolves segir „erfitt að útskýra“ kaupverðið á Maguire

Anton Ingi Leifsson skrifar
Harry Maguire í sínum fyrsta leik fyrir Man. Utd.
Harry Maguire í sínum fyrsta leik fyrir Man. Utd. vísir/getty
Diego Jota, framherji Wolves, skilur lítið í því að Manchester United hafi þurft að borga 80 milljónir punda fyrir miðvörðinn Harry Maguire.

Wolves og Manchester United mætast á Molineux leikvanginum í kvöld þar sem Jota og Maguire munu berjast en Maguire fór vel af stað í sínum fyrsta leik fyrir „Rauðu djöflanna“.

„Það er erfitt að útskýra þessar 80 milljónir punda. Markaðurinn er óraunverulegur en það er ekkert sem snertir við mig. Þetta eru félögin og tíminn sem við lifum í. Við verðum að virða upphæðina,“ sagði Jota.

„Mér finnst Harry Maguire vera með fullt af hæfileikum en ég veit að við erum með marga góða leikmenn í okkar liði og ég treysti þeim.“

Wolves vann United í tvígang á síðustu leiktíð en Jota segir að leikirnir í ár verða erfiðari.

„Það er nýtt tímabil. Solskjær hefur fengið meiri tíma til þess að vinna með leikmönnunum og hefur gert sínar breytingar á liðinu.“

„Á félagaskiptamarkaðnum bættu þeir liðið svo við vitum að þetta verður erfitt. Við verðum að gera okkur grein fyrir því að við erum að fara mæta stóru liði.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×