Taka á sig aukavinnu til að bregðast við alvarlegu ástandi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. júlí 2019 13:10 Fólk hefur þurft að bíða hátt í fjörutíu daga eftir hjartaskurðaðgerð vegna skorts á gjörgæslurýmum. Vísir/Vilhelm Gjörgæsluhjúkrunarfræðingur hafa þurft að taka á sig töluverða aukavinnu til að bregðast við alvarlegu ástandi á hjarta- og lungnadeild Landspítalans en fólk hefur þurft að bíða hátt í fjörutíu daga eftir hjartaskurðaðgerð vegna skorts á gjörgæslurýmum. Landlæknir segir brýnt að bætt verði úr ástandinu. Biðin eftir aðgerð geti verið lífsógnandi og þá geti frestun aðgerða skapað sálrænt álag á sjúklinga. Grípa þurfi til fjölþættra aðgerða til að efla mönnun á spítalanum. Fyrr í vikunni var greint frá því að hópur sjúklinga á hjarta- og lungnadeild Landspítalans hefði beðið í allt að fjörutíu daga eftir því að komast í hjartaskurðaðgerð. Gunnar Mýrdal, yfirlæknir á deildinni, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að biðin eftir aðgerð væri mun lengri en öruggt er talið. Ástandið væri óviðunandi og í raun verra en nokkru sinni fyrr. Ástæða þess að fólkið þarf að bíða er skortur á gjörgæslurýmum sem stafar meðal annars af því að það vanti hjúkrunarfræðinga. Í skriflegu frá Ölmu Möller, landlækni, kemur fram að embættið sé meðvitað um þá erfiðu stöðu sem uppi er. Embættið hafi vakið athygli á þessum vanda með sérstöku minnisblaði til heilbrigðisráðuneytisins í apríl 2018 og aftur í desember sama ár. Þá hafi verið vakin athygli á því í minnisblaðinu að meðalbiðtími eftir hjartaaðgerð væri innan almennra viðmiða, sem eru 90 dagar. Hins vegar yrði að hafa í huga að bið eftir hjartaaðgerð geti í vissum tilvikum verið lífsógnandi og jafnframt að frestum slíkra aðgerða geti skapað sálrænt álag á sjúklinga. Alma segir brýnt að úr þessu verði bætt, en rót vandans sé skortur á hjúkrunarfræðingum sem og sjúkraliðum. Einnig skipti vaxandi fjöldi ferðamanna máli og hafi haft veruleg áhrif. Ölmu er kunnugt um að stjórnvöld og stjórnendur spítalans leiti leiða til að efla mönnun. Hún segir þó ljóst að grípa þurfi til fjölþættra aðgerða, þar á meðal að mennta fleiri auk þess að endurskoða kjör og vinnuskipulag. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, staðgengill forstjóra Landspítalans, segir að sett hafi verið af stað aðgerðaráætlun til að bregðast við ástandinu á hjarta- og lungnadeild spítalans. „Við erum að reyna að ganga á þennan biðlista sem er algjörlega óboðlegt að hafa. Það hefur gengið ágætlega og það hafa verið hjartaaðgerðir síðan á sunnudag á hverjum degi.“ Það hafi verið ein aðgerð í morgun og önnur sé á morgun. „Það eru þrír sjúklingar eftir sem bíða aðgerðar sem eru inniliggjandi.“ Guðlaug Rakel segir hjúkrunarfræðinga á gjörgæslunni hafa lagt á sig mikla vinnu. „Við erum að biðja fólk um að vinna meira en vinnuprósentan segir til um til að láta þetta gerast.“ Heilbrigðismál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Gjörgæsluhjúkrunarfræðingur hafa þurft að taka á sig töluverða aukavinnu til að bregðast við alvarlegu ástandi á hjarta- og lungnadeild Landspítalans en fólk hefur þurft að bíða hátt í fjörutíu daga eftir hjartaskurðaðgerð vegna skorts á gjörgæslurýmum. Landlæknir segir brýnt að bætt verði úr ástandinu. Biðin eftir aðgerð geti verið lífsógnandi og þá geti frestun aðgerða skapað sálrænt álag á sjúklinga. Grípa þurfi til fjölþættra aðgerða til að efla mönnun á spítalanum. Fyrr í vikunni var greint frá því að hópur sjúklinga á hjarta- og lungnadeild Landspítalans hefði beðið í allt að fjörutíu daga eftir því að komast í hjartaskurðaðgerð. Gunnar Mýrdal, yfirlæknir á deildinni, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að biðin eftir aðgerð væri mun lengri en öruggt er talið. Ástandið væri óviðunandi og í raun verra en nokkru sinni fyrr. Ástæða þess að fólkið þarf að bíða er skortur á gjörgæslurýmum sem stafar meðal annars af því að það vanti hjúkrunarfræðinga. Í skriflegu frá Ölmu Möller, landlækni, kemur fram að embættið sé meðvitað um þá erfiðu stöðu sem uppi er. Embættið hafi vakið athygli á þessum vanda með sérstöku minnisblaði til heilbrigðisráðuneytisins í apríl 2018 og aftur í desember sama ár. Þá hafi verið vakin athygli á því í minnisblaðinu að meðalbiðtími eftir hjartaaðgerð væri innan almennra viðmiða, sem eru 90 dagar. Hins vegar yrði að hafa í huga að bið eftir hjartaaðgerð geti í vissum tilvikum verið lífsógnandi og jafnframt að frestum slíkra aðgerða geti skapað sálrænt álag á sjúklinga. Alma segir brýnt að úr þessu verði bætt, en rót vandans sé skortur á hjúkrunarfræðingum sem og sjúkraliðum. Einnig skipti vaxandi fjöldi ferðamanna máli og hafi haft veruleg áhrif. Ölmu er kunnugt um að stjórnvöld og stjórnendur spítalans leiti leiða til að efla mönnun. Hún segir þó ljóst að grípa þurfi til fjölþættra aðgerða, þar á meðal að mennta fleiri auk þess að endurskoða kjör og vinnuskipulag. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, staðgengill forstjóra Landspítalans, segir að sett hafi verið af stað aðgerðaráætlun til að bregðast við ástandinu á hjarta- og lungnadeild spítalans. „Við erum að reyna að ganga á þennan biðlista sem er algjörlega óboðlegt að hafa. Það hefur gengið ágætlega og það hafa verið hjartaaðgerðir síðan á sunnudag á hverjum degi.“ Það hafi verið ein aðgerð í morgun og önnur sé á morgun. „Það eru þrír sjúklingar eftir sem bíða aðgerðar sem eru inniliggjandi.“ Guðlaug Rakel segir hjúkrunarfræðinga á gjörgæslunni hafa lagt á sig mikla vinnu. „Við erum að biðja fólk um að vinna meira en vinnuprósentan segir til um til að láta þetta gerast.“
Heilbrigðismál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira