Sport

Mur-rena úr leik á Wimbledon

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vel fór á með þeim Williams og Murray.
Vel fór á með þeim Williams og Murray. vísir/getty

Serena Williams og Andy Murray eru úr leik í tvenndarleik á Wimbledon-mótinu í tennis.

„Mur-rena“, eins og þau hafa verið kölluð, töpuðu fyrir Bruno Soares og Nicole Melichar í 3. umferð í dag, 6-3, 4-6, 6-2.

Þetta er fyrsta mót Murrays síðan hann gekkst undir aðgerð á mjöðm fyrir hálfu ári. Skotinn vonast til að taka þátt í einliðaleik aftur á næstu mánuðum. Í gær sagði hann þó að hann yrði líklega ekki með á Opna bandaríska í september.

Williams er hins vegar enn með í einliðaleik á Wimbledon. Hún er komin í undanúrslit þar sem hún mætir Barboru Strýcová frá Tékklandi. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Elina Svitolina frá Úkraínu og Simona Halep frá Rúmeníu.

Hin bandaríska Williams vann gull í tvenndarleik á Wimbledon 1998, eða fyrir 21 ári síðan. Þá keppti hún með landa sínum, Justin Gimelstob.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.