Innlent

Rúta festist í Steinholtsá

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Rútan sést hér úti í ánni.
Rútan sést hér úti í ánni. Landsbjörg

Óskað var eftir aðstoð björgunarsveita á öðrum tímanum í dag þegar rúta festist í Steinholtsá í Þórsmörk.

Í tilkynningu frá Landsbjörg segir að nærstaddir björgunarsveitarmenn hafi komið fljótlega á vettvang og var þá búið að koma öllum farþegum frá borði.

„Björgunarsveitarmennirnir hófust þá handa við að bjarga rútunni úr ánni ásamt öðru fólki á svæðinu og tókst það vel. Rútan var komin á þurrt um hálftíma eftir að útkall barst.

Stuttu áður en útkallið í Þórsmörk barst var björgunarskipið á Höfn kallað út vegna trillu sem hafði orðið vélarvana þegar hún sigldi inn Hornafjarðarós í svartaþoku.

Fimm mínútum síðar var björgunarskipið Ingibjörg lagt af stað úr höfn en þá barst tilkynning um að trillan hafði hrokkið í gang og komst hún af sjálfsdáðum til hafnar,“ segir í tilkynningu Landsbjargar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.