Telur að tillögur torveldi að lögin nái því markmiði að auka gagnsæi Eiður Þór Árnason skrifar 16. júlí 2019 16:42 Tillögurnar koma Hjálmari á óvart. Fréttablaðið/Stefán Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands telur að nýlegar tillögur um breytingar á upplýsingalögum séu óþarfa breytingar og torveldi það að lögin nái því markmiði sínu að auka gagnsæi og aðhald. Í breytingartillögunni sem birt var á Samráðsgátt stjórnvalda er lagt til að ákvæðum sé bætt við lögin sem bæti réttarstöðu þriðja aðila. Þar er meðal annars lagt til að stjórnvöldum sé gert skylt að leita afstöðu þriðja aðila til afhendingar á gögnum sem hann varðar, og að úrskurðarnefnd um upplýsingamál verði skylt að birta þriðja aðila úrskurð ef nefndin fellst á veita aðgang að upplýsingum sem hann varða. Einnig er lagt til að þriðja aðila sé veittur réttur til þess að krefjast að áhrifum úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál sé frestað svo hægt sé að bera ágreining um gildi hans undir dómstóla. Í áformum um lagasetningu kemur fram að tillögurnar, sem eru lagðar fram af forsætisráðuneytinu, séu viðbrögð við athugasemdum Samtaka atvinnulífsins við síðasta frumvarp til upplýsingalaga: „Tillögur Samtaka atvinnulífsins lúta að því að bæta réttarstöðu einkaaðila í málsmeðferð upplýsingabeiðna, meðal annars í því skyni að leggja traustari grunn undir niðurstöður stjórnvalda um aðgang að upplýsingum og veita hagsmunum einkaaðila frekari vernd.“ Hjálmar segir tillöguna koma sér á óvart þar sem stjórnvöld séu nýbúin að yfirfara upplýsingalögin ítarlega, meðal annars í samráði við Blaðamannafélagið, og voru þær breytingar samþykktar á síðasta þingi. Hann segir að þá hafi umrædd ákvæði um rétt þriðja aðila ekki verið rædd. Það kemur honum því á óvart að þessar tillögur séu komnar fram svo stuttu seinna. „Ég held að það eigi alls ekki að flækja upplýsingalögin meira heldur en nauðsyn krefur. Gagnsæi í íslensku samfélagi á ekki að flækja meira en brýnustu nauðsyn beri til.“ Einnig hefur Hjálmar áhyggjur af því að breytingin gæti tafið afgreiðslu mála hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál: „Mér sýnist að það liggi í augum uppi.“ Margir blaðamenn hafa kvartað undan því hve langan tíma tekur gjarnan að fá úrskurð frá nefndinni. Á móti komi að í því frumvarpi sem varð að lögum er mælt fyrir um að skipaður sé sérstakur ráðgjafi um upplýsingarétt almennings sem starfi af hálfu stjórnvalda. Eitt að markmiðunum með þeirri breytingu var að flýta fyrir og auðvelda afgreiðslu á upplýsingabeiðnum innan stofnanna. „En þetta eitt og sér sýnist mér geta valdið enn frekari töfum á afgreiðslu upplýsingabeiðna.“ Slíkt telur Hjálmar vera mjög slæmt og komi í veg fyrir að upplýsingalögin nái markmiði sínu sem sé að auka gagnsæi og flýta fyrir aðgengi fjölmiðla og almennings að upplýsingum. Hann segir að Blaðamannafélagið ætli sér að fara betur yfir tillögurnar og senda inn umsögn á næstunni eða þegar málið fer fyrir nefnd Alþingis. Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Stórefla tjáningfrelsi og vernda uppljóstrara í nýjum frumvarpsdrögum Tjáningarfrelsi verður stóraukið hér á landi verði fjögur frumvarpsdrög sem kynnt voru í dag að lögum. Þau fela í sér vernd uppljóstrara, nýja meðferð lögbannsmála, rýmri upplýsingalög og bætta réttastöðu blaðamanna. Opinberum starfsmönnum verður skylt að láta vita af brotum í starfsemi hins opinbera og fjölmiðlar geta leitað til dómstóla áður en lögbann kemur til framkvæmda. 7. mars 2019 21:00 Frumvarpið festi í sessi of langa bið almennings eftir upplýsingum Frumvarp forsætisráðherra leysir ekki of langan málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar um upplýsingamál heldur festir vandamálið í sessi, að mati blaðamanns. Meðalbiðtími eftir úrskurði var 212 dagar á síðasta ári. 11. júní 2019 07:15 Breyta upplýsingalögum að tillögu atvinnulífsins Forsætisráðherra kynnir nú á samráðsgátt stjórnvalda áform um breytingar á upplýsingalögum sem koma til móts við tillögur Samtaka atvinnulífsins í þágu einkahagsmuna fyrirtækja. 4. júlí 2019 08:00 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands telur að nýlegar tillögur um breytingar á upplýsingalögum séu óþarfa breytingar og torveldi það að lögin nái því markmiði sínu að auka gagnsæi og aðhald. Í breytingartillögunni sem birt var á Samráðsgátt stjórnvalda er lagt til að ákvæðum sé bætt við lögin sem bæti réttarstöðu þriðja aðila. Þar er meðal annars lagt til að stjórnvöldum sé gert skylt að leita afstöðu þriðja aðila til afhendingar á gögnum sem hann varðar, og að úrskurðarnefnd um upplýsingamál verði skylt að birta þriðja aðila úrskurð ef nefndin fellst á veita aðgang að upplýsingum sem hann varða. Einnig er lagt til að þriðja aðila sé veittur réttur til þess að krefjast að áhrifum úrskurðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál sé frestað svo hægt sé að bera ágreining um gildi hans undir dómstóla. Í áformum um lagasetningu kemur fram að tillögurnar, sem eru lagðar fram af forsætisráðuneytinu, séu viðbrögð við athugasemdum Samtaka atvinnulífsins við síðasta frumvarp til upplýsingalaga: „Tillögur Samtaka atvinnulífsins lúta að því að bæta réttarstöðu einkaaðila í málsmeðferð upplýsingabeiðna, meðal annars í því skyni að leggja traustari grunn undir niðurstöður stjórnvalda um aðgang að upplýsingum og veita hagsmunum einkaaðila frekari vernd.“ Hjálmar segir tillöguna koma sér á óvart þar sem stjórnvöld séu nýbúin að yfirfara upplýsingalögin ítarlega, meðal annars í samráði við Blaðamannafélagið, og voru þær breytingar samþykktar á síðasta þingi. Hann segir að þá hafi umrædd ákvæði um rétt þriðja aðila ekki verið rædd. Það kemur honum því á óvart að þessar tillögur séu komnar fram svo stuttu seinna. „Ég held að það eigi alls ekki að flækja upplýsingalögin meira heldur en nauðsyn krefur. Gagnsæi í íslensku samfélagi á ekki að flækja meira en brýnustu nauðsyn beri til.“ Einnig hefur Hjálmar áhyggjur af því að breytingin gæti tafið afgreiðslu mála hjá úrskurðarnefnd um upplýsingamál: „Mér sýnist að það liggi í augum uppi.“ Margir blaðamenn hafa kvartað undan því hve langan tíma tekur gjarnan að fá úrskurð frá nefndinni. Á móti komi að í því frumvarpi sem varð að lögum er mælt fyrir um að skipaður sé sérstakur ráðgjafi um upplýsingarétt almennings sem starfi af hálfu stjórnvalda. Eitt að markmiðunum með þeirri breytingu var að flýta fyrir og auðvelda afgreiðslu á upplýsingabeiðnum innan stofnanna. „En þetta eitt og sér sýnist mér geta valdið enn frekari töfum á afgreiðslu upplýsingabeiðna.“ Slíkt telur Hjálmar vera mjög slæmt og komi í veg fyrir að upplýsingalögin nái markmiði sínu sem sé að auka gagnsæi og flýta fyrir aðgengi fjölmiðla og almennings að upplýsingum. Hann segir að Blaðamannafélagið ætli sér að fara betur yfir tillögurnar og senda inn umsögn á næstunni eða þegar málið fer fyrir nefnd Alþingis.
Fjölmiðlar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Stórefla tjáningfrelsi og vernda uppljóstrara í nýjum frumvarpsdrögum Tjáningarfrelsi verður stóraukið hér á landi verði fjögur frumvarpsdrög sem kynnt voru í dag að lögum. Þau fela í sér vernd uppljóstrara, nýja meðferð lögbannsmála, rýmri upplýsingalög og bætta réttastöðu blaðamanna. Opinberum starfsmönnum verður skylt að láta vita af brotum í starfsemi hins opinbera og fjölmiðlar geta leitað til dómstóla áður en lögbann kemur til framkvæmda. 7. mars 2019 21:00 Frumvarpið festi í sessi of langa bið almennings eftir upplýsingum Frumvarp forsætisráðherra leysir ekki of langan málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar um upplýsingamál heldur festir vandamálið í sessi, að mati blaðamanns. Meðalbiðtími eftir úrskurði var 212 dagar á síðasta ári. 11. júní 2019 07:15 Breyta upplýsingalögum að tillögu atvinnulífsins Forsætisráðherra kynnir nú á samráðsgátt stjórnvalda áform um breytingar á upplýsingalögum sem koma til móts við tillögur Samtaka atvinnulífsins í þágu einkahagsmuna fyrirtækja. 4. júlí 2019 08:00 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Stórefla tjáningfrelsi og vernda uppljóstrara í nýjum frumvarpsdrögum Tjáningarfrelsi verður stóraukið hér á landi verði fjögur frumvarpsdrög sem kynnt voru í dag að lögum. Þau fela í sér vernd uppljóstrara, nýja meðferð lögbannsmála, rýmri upplýsingalög og bætta réttastöðu blaðamanna. Opinberum starfsmönnum verður skylt að láta vita af brotum í starfsemi hins opinbera og fjölmiðlar geta leitað til dómstóla áður en lögbann kemur til framkvæmda. 7. mars 2019 21:00
Frumvarpið festi í sessi of langa bið almennings eftir upplýsingum Frumvarp forsætisráðherra leysir ekki of langan málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar um upplýsingamál heldur festir vandamálið í sessi, að mati blaðamanns. Meðalbiðtími eftir úrskurði var 212 dagar á síðasta ári. 11. júní 2019 07:15
Breyta upplýsingalögum að tillögu atvinnulífsins Forsætisráðherra kynnir nú á samráðsgátt stjórnvalda áform um breytingar á upplýsingalögum sem koma til móts við tillögur Samtaka atvinnulífsins í þágu einkahagsmuna fyrirtækja. 4. júlí 2019 08:00