Læstu sig inni í hjólhýsi og úðuðu svo á lögreglu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. júlí 2019 14:35 Lögreglan á Norðurlandi vestra fer með rannsókn málsins. vísir/vilhelm Kona á þrítugsaldri og maður á fertugsaldri voru handtekin í gærkvöldi í hjólhýsi á Skagaströnd en lögregla þurfti húsleitarheimild til að komast inn í hjólhýsið og handtaka fólkið þar sem þau sinntu ekki fyrirmælum lögreglu um að opna. Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir að fólkið hafi ekki verið vel áttað. Maðurinn streittist á móti handtöku og þá úðaði parið piparúða á lögreglu. Við leit fundust einhverjir tugir gramma af fíkniefnum sem lögregla telur að séu amfetamín og kókaín. Grunur leikur á að efnin hafi verið ætluð til sölu. Lögreglan kom fyrst á staðinn um klukkan sex í gærkvöldi en komst svo inn í hjólhýsið um klukkan 22. „Við fengum upplýsingar um það að bíl hefði verið stolið í Reykjavík og hann væri jafnvel á Skagaströnd. Svo sást hann á Skagaströnd í gær og þá var bara keyrt á málið. Þau læstu sig inni í hjólhýsinu og hleyptu okkur ekki inn þrátt fyrir að við værum búin að berja þar í nokkra klukkutíma. Við fengum svo heimild til þess að fara inn, húsleitarheimild hjá héraðsdómi Norðurlands vestra. Þau voru þarna inni í hjólhýsinu og við þurftum að ryðjast inn. Þau úðuðu á móti okkur með piparúða en við héldum að það væri gas,“ segir Vilhjálmur. Lögreglan braut því rúður á hjólhýsinu af ótta við að það yrði gassprenging. Vilhjálmur segir að ekki hafi enn verið tekin skýrsla af fólkinu en að það verði gert síðar í dag. Þau eru grunuð um þjófnað en ætlað þýfi fannst í hjólhýsinu. Þá eru þau grunuð um vopnalagabrot og brot gegn valdstjórninni. Að auki fundust fíkniefni eins og áður segir og tæki á og áhöld til fíkniefnaneyslu. Lögreglumál Skagaströnd Tengdar fréttir Beittu táragasi gegn lögreglumönnum Tveir voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar á Norðurlandi vestra í kvöld eftir að lögreglumenn framkvæmdu leit í hjólhýsi og bifreið. Við leitina fannst töluvert magn ætlaðrar fíkniefna. 17. júlí 2019 01:58 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira
Kona á þrítugsaldri og maður á fertugsaldri voru handtekin í gærkvöldi í hjólhýsi á Skagaströnd en lögregla þurfti húsleitarheimild til að komast inn í hjólhýsið og handtaka fólkið þar sem þau sinntu ekki fyrirmælum lögreglu um að opna. Vilhjálmur Stefánsson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir að fólkið hafi ekki verið vel áttað. Maðurinn streittist á móti handtöku og þá úðaði parið piparúða á lögreglu. Við leit fundust einhverjir tugir gramma af fíkniefnum sem lögregla telur að séu amfetamín og kókaín. Grunur leikur á að efnin hafi verið ætluð til sölu. Lögreglan kom fyrst á staðinn um klukkan sex í gærkvöldi en komst svo inn í hjólhýsið um klukkan 22. „Við fengum upplýsingar um það að bíl hefði verið stolið í Reykjavík og hann væri jafnvel á Skagaströnd. Svo sást hann á Skagaströnd í gær og þá var bara keyrt á málið. Þau læstu sig inni í hjólhýsinu og hleyptu okkur ekki inn þrátt fyrir að við værum búin að berja þar í nokkra klukkutíma. Við fengum svo heimild til þess að fara inn, húsleitarheimild hjá héraðsdómi Norðurlands vestra. Þau voru þarna inni í hjólhýsinu og við þurftum að ryðjast inn. Þau úðuðu á móti okkur með piparúða en við héldum að það væri gas,“ segir Vilhjálmur. Lögreglan braut því rúður á hjólhýsinu af ótta við að það yrði gassprenging. Vilhjálmur segir að ekki hafi enn verið tekin skýrsla af fólkinu en að það verði gert síðar í dag. Þau eru grunuð um þjófnað en ætlað þýfi fannst í hjólhýsinu. Þá eru þau grunuð um vopnalagabrot og brot gegn valdstjórninni. Að auki fundust fíkniefni eins og áður segir og tæki á og áhöld til fíkniefnaneyslu.
Lögreglumál Skagaströnd Tengdar fréttir Beittu táragasi gegn lögreglumönnum Tveir voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar á Norðurlandi vestra í kvöld eftir að lögreglumenn framkvæmdu leit í hjólhýsi og bifreið. Við leitina fannst töluvert magn ætlaðrar fíkniefna. 17. júlí 2019 01:58 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Sjá meira
Beittu táragasi gegn lögreglumönnum Tveir voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar á Norðurlandi vestra í kvöld eftir að lögreglumenn framkvæmdu leit í hjólhýsi og bifreið. Við leitina fannst töluvert magn ætlaðrar fíkniefna. 17. júlí 2019 01:58