Erlent

Tyrkneskur erindreki myrtur í Kúrdistan

Andri Eysteinsson skrifar
Tveir sem létust eftir að ráðist var á veitingahúsið HuQQabaz.
Tveir sem létust eftir að ráðist var á veitingahúsið HuQQabaz. Getty/Anadolu Agency

Tyrkneski aðstoðarkonsúllinn í borginni Irbil í Kúrdistan var meðal tveggja sem létust eftir að ráðist var á veitingahúsið HuQQabaz í borginni. Talið er að hinn sem lést sé óbreyttur borgari. BBC greinir frá.

Mennirnir tveir voru hluti af stærri hópi sem sat að snæðingi í mestu makindum þegar að vopnaðar árásarmenn hófu skothríð á hópinn.

Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en tyrknesk stjórnvöld hafa þegar lýst því yfir að brugðist verði við með hörku.

Tyrknesk stjórnvöld hafa undanfarið reynt að herja á PKK flokkinn í Kúrdistan en svæðið sem kallað er Kúrdistan nær yfir land innan landamæri bæði Tyrklands og Írak. Borgin Irbil er innan landamæra Írak.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.