Erlent

Tyrkneskur erindreki myrtur í Kúrdistan

Andri Eysteinsson skrifar
Tveir sem létust eftir að ráðist var á veitingahúsið HuQQabaz.
Tveir sem létust eftir að ráðist var á veitingahúsið HuQQabaz. Getty/Anadolu Agency
Tyrkneski aðstoðarkonsúllinn í borginni Irbil í Kúrdistan var meðal tveggja sem létust eftir að ráðist var á veitingahúsið HuQQabaz í borginni. Talið er að hinn sem lést sé óbreyttur borgari. BBC greinir frá.

Mennirnir tveir voru hluti af stærri hópi sem sat að snæðingi í mestu makindum þegar að vopnaðar árásarmenn hófu skothríð á hópinn.

Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en tyrknesk stjórnvöld hafa þegar lýst því yfir að brugðist verði við með hörku.

Tyrknesk stjórnvöld hafa undanfarið reynt að herja á PKK flokkinn í Kúrdistan en svæðið sem kallað er Kúrdistan nær yfir land innan landamæri bæði Tyrklands og Írak. Borgin Irbil er innan landamæra Írak.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×