Íslenski boltinn

KA fær spænskan miðjumann

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Iosu Villar og Óli Stefán Flóventsson
Iosu Villar og Óli Stefán Flóventsson mynd/ka

KA hefur fengið til sín spænskan miðjumann til þess að fylla skarð Daníels Hafsteinssonar.

Iosu Villar er 32 ára Spánverji sem hefur spilað allan sinn feril í spænsku C-deildinni. Hann var síðast á mála hjá Ibiza og skoraði tvö mörk í 30 leikjum. 

„KA seldi á dögunum Daníel Hafsteinsson til Helsingborgs IF og ljóst að liðið þurfti að fylla hans skarð og bindum við miklar vonir við Iosu það sem eftir er af tímabilinu,“ sagði í tilkynningu KA.

KA tekur á móti ÍA í Pepsi Max deild karla á sunnudag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.