Takist ekki að rjúfa smitleiðina með alþrifum á staðnum kemur til greina að loka Efstadal II tímabundið Elísabet Inga Sigurðardóttir og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 19. júlí 2019 19:15 Settar hafa verið fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E.coli sýkinga. Takist ekki að rjúfa smitleiðina með alþrifum á staðnum kemur til greina að loka Efstadal II tímabundið. Þetta segir framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og jafnframt að málið sé erfitt fyrir alla sem að því koma. Sterkur grunur leikur áþví að þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E.coli sýkingu. Að barninu frátöldu hefur sýkingin verið staðfest hjá 21 einstaklingi, 19 börnum og tveimur fullorðnum. Ekki hefur tekist að uppræta smitleiðir og hefur Heilbrigðiseftirlit Suðurlands í samráði við Matvælastofnun því sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna sýkinganna. Alþrif hafa farið fram á staðnum síðustu daga. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands segir að með auknum kröfum er gerð síðasta tilraun til að rjúfa smitleiðina. Takist það ekki komi til greina að loka staðnum. „Við viljum ekkert gera ráð fyrir að þetta takist ekki núna en ef svo illa færi þá er það alveg möguleiki. Ég vil taka það fram að þetta er allt í góðri samvinnu við rekstraraðila og þeir vilja að sjálfsögðu gera allt sem í þeirra valdi stendur og þeir vinna mjög vel með okkur,“ sagði Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Sóttvarnarlæknir tekur undir með henni en í samtali við fréttastofu í dag segist hann vonast til að nú verði smitleiðin rofin. Þá segir Sigrún það ekki ámælisvert að staðnum hafi ekki verið lokað um leið og bakterían fannst þar. Gripið hafi verið til viðeigandi aðgerða á sínum tíma.Á meðal þess sem boðið hefur verið upp á á Efstadal er að klappa kálfum en síðan E. coli-bakterían kom þar upp hefur það ekki verið í boði.Vísir/MHH„Það er alveg ljóst að þetta smit kemur frá kálfunum og berst á einhvern yfir hátt í börnin. En við vitum ekkert nákvæmlega hvaða leið og það geta verið þess vegna margar leiðir, það er ekki ein leið endilega,“ sagði Sigrún. Hún segir að málið hafi tekið á alla aðila máls og vonast til að nú verði smitleiðin rofin. „Það er líka þegar það er þessi óvissa, þegar við vitum ekki hvort við höfum gert nóg, það er bara mjög erfitt,“ sagði Sigrún.E. coli-sýkingu má rekja til ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals II í Bláskógabyggð.Vísir/Magnús Hlynur Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sterkur grunur um að þriggja ára gamalt barn sé með E. coli-sýkingu Sterkur grunur leikur á því að rúmlega þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E. coli sýkingu. 19. júlí 2019 14:34 E. coli bakterían ekki eingöngu bundin við kálfana á Efstadal II Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E. coli sýkinganna sem raktar eru til starfsemi bæjarins. 19. júlí 2019 12:13 Telur að gripið hafi verið til viðeigandi aðgerða á Efstadal II á sínum tíma Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ákveðin vonbrigði að bandaríski ferðamaðurinn sem smitaðist af E. coli-bakteríunni á Efstadal II skuli hafa smitast á bænum eftir að gripið var til aðgerða þar til að koma í veg fyrir smit og smitleiðir. 19. júlí 2019 17:00 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira
Settar hafa verið fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E.coli sýkinga. Takist ekki að rjúfa smitleiðina með alþrifum á staðnum kemur til greina að loka Efstadal II tímabundið. Þetta segir framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og jafnframt að málið sé erfitt fyrir alla sem að því koma. Sterkur grunur leikur áþví að þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E.coli sýkingu. Að barninu frátöldu hefur sýkingin verið staðfest hjá 21 einstaklingi, 19 börnum og tveimur fullorðnum. Ekki hefur tekist að uppræta smitleiðir og hefur Heilbrigðiseftirlit Suðurlands í samráði við Matvælastofnun því sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna sýkinganna. Alþrif hafa farið fram á staðnum síðustu daga. Framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands segir að með auknum kröfum er gerð síðasta tilraun til að rjúfa smitleiðina. Takist það ekki komi til greina að loka staðnum. „Við viljum ekkert gera ráð fyrir að þetta takist ekki núna en ef svo illa færi þá er það alveg möguleiki. Ég vil taka það fram að þetta er allt í góðri samvinnu við rekstraraðila og þeir vilja að sjálfsögðu gera allt sem í þeirra valdi stendur og þeir vinna mjög vel með okkur,“ sagði Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Sóttvarnarlæknir tekur undir með henni en í samtali við fréttastofu í dag segist hann vonast til að nú verði smitleiðin rofin. Þá segir Sigrún það ekki ámælisvert að staðnum hafi ekki verið lokað um leið og bakterían fannst þar. Gripið hafi verið til viðeigandi aðgerða á sínum tíma.Á meðal þess sem boðið hefur verið upp á á Efstadal er að klappa kálfum en síðan E. coli-bakterían kom þar upp hefur það ekki verið í boði.Vísir/MHH„Það er alveg ljóst að þetta smit kemur frá kálfunum og berst á einhvern yfir hátt í börnin. En við vitum ekkert nákvæmlega hvaða leið og það geta verið þess vegna margar leiðir, það er ekki ein leið endilega,“ sagði Sigrún. Hún segir að málið hafi tekið á alla aðila máls og vonast til að nú verði smitleiðin rofin. „Það er líka þegar það er þessi óvissa, þegar við vitum ekki hvort við höfum gert nóg, það er bara mjög erfitt,“ sagði Sigrún.E. coli-sýkingu má rekja til ferðaþjónustufyrirtækisins Efstadals II í Bláskógabyggð.Vísir/Magnús Hlynur
Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sterkur grunur um að þriggja ára gamalt barn sé með E. coli-sýkingu Sterkur grunur leikur á því að rúmlega þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E. coli sýkingu. 19. júlí 2019 14:34 E. coli bakterían ekki eingöngu bundin við kálfana á Efstadal II Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E. coli sýkinganna sem raktar eru til starfsemi bæjarins. 19. júlí 2019 12:13 Telur að gripið hafi verið til viðeigandi aðgerða á Efstadal II á sínum tíma Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ákveðin vonbrigði að bandaríski ferðamaðurinn sem smitaðist af E. coli-bakteríunni á Efstadal II skuli hafa smitast á bænum eftir að gripið var til aðgerða þar til að koma í veg fyrir smit og smitleiðir. 19. júlí 2019 17:00 Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Guðlaugur tilkynnir ákvörðun sína fyrir hádegi Sjá meira
Sterkur grunur um að þriggja ára gamalt barn sé með E. coli-sýkingu Sterkur grunur leikur á því að rúmlega þriggja ára gamalt barn sem var á Efstadal II fyrir 2-3 vikum sé með E. coli sýkingu. 19. júlí 2019 14:34
E. coli bakterían ekki eingöngu bundin við kálfana á Efstadal II Heilbrigðiseftirlit Suðurlands hefur í samráði við Matvælastofnun sett fram auknar kröfur um úrbætur á Efstadal II vegna E. coli sýkinganna sem raktar eru til starfsemi bæjarins. 19. júlí 2019 12:13
Telur að gripið hafi verið til viðeigandi aðgerða á Efstadal II á sínum tíma Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir það ákveðin vonbrigði að bandaríski ferðamaðurinn sem smitaðist af E. coli-bakteríunni á Efstadal II skuli hafa smitast á bænum eftir að gripið var til aðgerða þar til að koma í veg fyrir smit og smitleiðir. 19. júlí 2019 17:00