Innlent

Blikur á lofti í veðrinu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Víða um land er von á rigningu um miðja vikuna.
Víða um land er von á rigningu um miðja vikuna. veðurstofa íslands
Það eru blikur á lofti í veðrinu seinni partinn á morgun, eins og það er orðað í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Þá mun þykkna upp suðvestan til og er spáð rigningu seint annað kvöld.Á miðvikudag er síðan spáð rigningu víða um land en norðaustan til á hann að haldast þurr. Hitatölur fara heldur lækkandi.Í dag stefnir hins vegar í frekar norðlæga átt og léttir til á Suður- og Vesturlandi. Hitinn verður víða 10 til 15 stig. Um landið austanvert er útlit fyrir smáskúrir og þá verður frekar svalt norðaustan til eða hiti á bilinu 4 til 9 stig.„Í kvöld bætir í norðvestanátt á NA-horninu með rigningu við ströndina. Á morgun dregur hægt og rólega úr bæði vindi og úrkomu þar, en áfram frekar svalt í veðri. Annars staðar er útlit fyrir léttskýjað veður á morgun og hlýnar víða þar sem hiti fer jafnvel í 19 stig um landið S-vert,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.Veðurhorfur á landinu:Norðlæg átt 3-8 m/s með morgninum. Léttir til á SV- og V-landi, en smáskúrir A-til fram eftir degi. Norðvestan 8-15 á NA-horninu í kvöld og rigning við ströndina. Hiti 5 til 15 stig að deginum, svalast á NA-landi.Dregur smám saman úr vindi og úrkomu NA-til á morgun, annars breytileg átt 3-8 og að mestu bjart. Þykknar upp SV-lands síðdegis með rigningu annað kvöld. Hiti 10 til 19 stig, hlýjast S- og V-lands.Á þriðjudag:

Norðan 3-8 m/s og bjart með köflum, en norðvestan 8-13 NA-til á landinu og rigning við ströndina. Hiti 10 til 18 stig, en 5 til 10 NA-lands. Suðaustan 5-10 og rigning á SV-landi seint um kvöldið.Á miðvikudag:

Suðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og rigning um V-vert landið, en þurrt NA- og A-til. Hiti yfirleitt 10 til 15 stig.Á fimmtudag:

Breytileg átt og víða skúrir. Hiti 6 til 15 stig, mildast syðst. Norðan 5-13 m/s um kvöldið, með rigningu á A-verðu landinu.Á föstudag:

Minnkandi norðanátt, skýjað og úrkomulítið, en léttir til S- og V-lands þegar líður á daginn. Hiti 7 til 16 stig, hlýjast SV-til.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.