Tónlist

Föstudagsplaylisti Alviu

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Hið sjónræna spilar stórt hlutverk í tónlist Alviu.
Hið sjónræna spilar stórt hlutverk í tónlist Alviu. Berglaug

Einn fremsti rappari landsins, Alvia Islandia, smellti saman slagaralista dagsins.

Hún vinnur nú að sinni þriðju útgáfu, en árið 2016 sendi hún frá sér plötuna Bubblegum Bitch og ári síðar Elegant Hoe.

Innan mánaðar frumsýnir Alvia nýtt lag og myndband en verið er að leggja lokahönd á myndbandið. Lagið nefnist SnowBitch en það er fyrsti singúll frá Alviu í þó nokkurn tíma.

Á lagalistanum eru samankomnar allnokkrar af hörðustu kvenröppurum veraldar, með hvern bangerinn á fætur öðrum.

Nokkrir mælskir melir á borð við Wacka Flocka og Father fá þó að fylgja með.


Tengdar fréttir

Bleikir tyggjópakkar veittu innblástur

Rapparinn Andrea Rán Jóhannsdóttir, einnig þekkt sem Alvia ­Islandia, hlaut Kraumsverðlaunin fyrir plötuna sína Bubblegum Bitch fyrr í vikunni. Hún er himinlifandi með viðurkenninguna.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.