Innlent

Dóms­mála­ráð­herra leggur til að mál sem snerta börn fái for­gang

Sylvía Hall skrifar
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi dómsmálaráðherra, mun leggja fram tillögu í ríkisstjórn á þriðjudag að hælisumsóknum fólks með börn verði forgangsraðað. Þá mun ríkisstjórnin leggja til að aukið fé verði sett í viðeigandi stofnanir til þess að fylgja því eftir.

„Við þurfum að taka sérstakt tillit til barna og ungmenna,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í viðtali við fréttastofu.

Hún segir mikilvægt að staðið verði við þá forgangsröðun og því sé nauðsynlegt að leggja til aukið fé í þær stofnanir sem fara með slík mál og heyra undir dómsmálaráðuneytið. Brottvísanir barnafjölskyldna hafa mikið verið í umræðunni undanfarið eftir mál tveggja afganskra fjölskyldna komst í hámæli.

Sjá einnig: Fjölmenn mótmæli í miðborginni 

Annars vegar er um að ræða Sarwari feðgana, föðurinn Asadullah og synina Said Mahdi og Said Ali Akbar. Feðgarnir komu hingað til lands síðasta haust en Útlendingastofnun úrskurðaði í desember að mál þeirra yrði ekki tekið til efnislegrar meðferðar. Hins vegar er um að ræða Zainab Safari, nemanda við Hagaskóla, bróður hennar og móður.

„Það er mikilvægt að við horfum sérstaklega til viðkvæmra hópa eins og barna, að þau séu ekki stödd í óvissu mánuðum saman og að þau fái hraðari meðferð.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×