Sport

Halep stöðvaði undrabarnið Gauff | Efsta kona heimslistans úr leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Halep og Gauff takast í hendur eftir viðureign þeirra á Wimbledon í dag.
Halep og Gauff takast í hendur eftir viðureign þeirra á Wimbledon í dag. vísir/getty

Ævintýri hinnar 15 ára Coco Gauff á Wimbledon-mótinu í tennis lauk í dag þegar hún tapaði fyrir Simonu Halep, 6-3, 6-3.

Gauff vakti mikla athygli fyrir framgöngu sína á Wimbledon, hennar fyrsta risamóti á ferlinum. Hún sigraði Venus Williams, Magdalena Rybarikova og Polona Hercog í fyrstu þremur umferðunum en náði sér ekki á strik gegn Halep sem er í 7. sæti heimslistans.

Hefði Gauff sigrað Halep hefði hún orðið sú yngsta til að komast í átta manna úrslit á Wimbledon síðan Jennifer Capriati afrekaði það 1991, þá 15 ára að aldri.

Ashleigh Barty, efsta kona heimslistans, er úr leik eftir tap fyrir Alison Riske, 3-6, 6-2, 6-3. Fyrir viðureignina í dag hafði Barty ekki tapað setti á Wimbledon í ár.

Riske, sem er númer 55 á heimslistanum, mætir Serenu Williams í átta manna úrslitunum. Sú síðarnefnda bar sigurorð af Cörlu Suárez Navarro í dag. Williams hefur sjö sinnum unnið Wimbledon á ferlinum.

Þrír efstu menn heimslistans, Novak Djokovic, Roger Federer og Rafael Nadal, eru allir komnir í átta manna úrslitin í karlaflokki.

Djokovic, sem á titil að verja, vann Ugo Humbert frá Frakklandi í dag, 6-3, 6-2, 6-3. Federer sigraði Ítalann Matteo Berrettini, 1-6, 2-6, 2-6, og Nadal lagaði Portúgalann Joao Sousa að velli, 2-6, 2-6, 2-6.

Átta manna úrslit í kvennaflokki:
Alison Riske - Serena Williams
Barbora Strýcová - Johanna Konta
Elina Svitolina - Karolína Muchová
Simona Halep - Zhang Shuai

Átta manna úrslit í karlaflokki:
Novak Djokovic - David Goffin
Guido Pella - Roberto Bautista Agut
Sam Querrey - Rafael Nadal
Kei Nishikori - Roger Federer


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.