Fótbolti

„Sturlað“ fari Argentína ekki áfram

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Messi og félagar eru í vondum málum
Messi og félagar eru í vondum málum vísir/getty
Lionel Messi sagði að það yrði sturlað að Argentína kæmist ekki upp úr riðli sínum á Suður-Ameríkukeppninni í fótbolta.

Messi bjargaði stigi gegn Paragvæ í nótt úr vítaspyrnu sem var dæmd eftir myndbandsdómgæslu. Argentína er á botni B-riðils fyrir lokaumferð riðlakeppninnar og þarf sigur gegn Katar til þess að komast áfram.

„Í hreinskilni sagt þá er það svolítið pirrandi að við getum ekki náð í sigurinn sem við þurfum til að taka næsta skref,“ sagði Messi eftir leikinn.

„Við vissum að þetta yrði erfitt og við erum enn að leita að okkar besta liði, bestu frammistöðunni, að halda áfram að vaxa.“

„Það er sárt fyrir hópinn að við getum ekki náð að vinna leiki og við vissum að þetta væri lykilleikur.“

Úrslit Argentínu þýða að Kólumbía verður í efsta sæti riðilsins, sama hvað gerist í lokaumferðinni, eftir sigur á Katar. Paragvæ er í öðru sæti riðilsins með tvö stig, stigi meira en Katar og Argentína.

„Við munum spila fyrir lífi okkar. Það yrði sturlað ef við getum ekki komist áfram úr riðlakeppninni þegar þannig séð fara þrjú lið upp úr riðlinum [tvö af liðunum sem lenda í þriðja sæti í riðlunum þremur fara áfram í átta liða úrslit]. Ég hef fulla trú á að við komumst áfram.“

Allir leikir í Suður-Ameríkukeppninni eru í beinni útsendingu á rásum Stöð 2 Sport




Fleiri fréttir

Sjá meira


×