Erlent

Níu fall­hlífar­stökkvarar létust í flug­slysi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Vélin sem brotlenti var notuð í fallhlífastökk. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Vélin sem brotlenti var notuð í fallhlífastökk. Myndin tengist fréttinni ekki beint. getty/Murat Oner Tas
Minnst ellefu manns létust þegar smá flugvél brotlenti á Hawaii. Um borð í vélinni voru fallhlífastökkvarar sem hygðust stökkva úr vélinni. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC og á vef fréttastofu Sky.

Vélin brotlenti skammt frá Dillingham flugvellinum nálægt Mokuleia í Honolulu sýslu.

Enginn lifði brotlendinguna af sagði samgönguráðuneyti Hawaii á Twitter. Talið er líklegt að fjölskyldumeðlimir fallhlífastökkvaranna hafi séð vélina brotlenda.

Af myndum má sjá reyk sem lagði frá vélinni eftir lendinguna úr margra kílómetra fjarlægð. Yfirvöld á Hawaii sögðu að vélin hafi brotlent stuttu eftir flugtak en nokkur vitni segja að flugvélin hafi brotlent stuttu frá flugvellinum rétt fyrir lendingu en það hefur ekki verið staðfest.

„Akkúrat núna, teljum við að níu sálir hafi verið um borð,“ sagði slökkviliðsstjóri svæðisins, Manuel Neves í samtali við Hawaii News Now. „Það lifði enginn af.“

Fjölskyldumeðlimir fallhlífastökkvaranna voru að fylgjast með á jörðu niðri þegar vélin brotlenti og talið er líklegt að þeir hafi séð vélina á niðurleið.

„Þetta er mjög erfitt. Á mínum fjörutíu árum sem slökkviliðsmaður hér á Hawaii, er þetta sorglegasta flugslysið sem hefur orðið hér,“ bætti Neves við.

Slökkvilið Honululu sagði að tilkynningar um brotlenta vél hafi borist þeim kl. 18 á staðartíma á föstudag.

Af þeim níu sem dóu voru þrír viðskiptavinir og sex starfsmenn fyrirtækisins sem átti vélina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×