Bandaríkjaforseti segir konuna sem sakar hann um nauðgun ekki hans „týpu“ Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2019 08:02 E. Jean Carroll er 75 ára gömul í dag. Þau Trump voru bæði rétt rúmlega fimmtug þegar hún segir að hann hafi nauðgað sér. AP/Craig Ruttle Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar þekktan pistlahöfund um að ljúga því til að hann hafi nauðgað henni í stórverslun í New York á 10. áratugnum. Hann segir einnig að konan sé ekki hans „týpa“. Í fyrstu fullyrti Trump að hann hefði ekki hugmynd um hver Carroll væri þrátt fyrir að grein hennar fylgdi mynd af þeim saman. Nú segir forsetinn að Carroll sé „algerlega að ljúga“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Ég skal segja þetta með mestu virðingu: númer eitt, þá er hún ekki mín týpa. Númer tvö, þetta gerðist aldrei. Þetta gerðist aldrei, allt í lagi?“ sagði Trump í viðtali. Þegar ummæli forsetans voru borin undir Carroll sagðist hún fegin. „Ég elska að ég er ekki hans týpa,“ sagði hún við CNN. Carroll er sextánda konan sem hefur sakað Bandaríkjaforseta opinberlega um kynferðislegt ofbeldi eða áreitni. Trump hefur neitað öllum ásökununum. Í kosningabaráttunni árið 2016 skaut þó gömul upptaka upp kollinum þar sem Trump gortaði sig af því að ráðast kynferðislega á konur með svipuðum hætti og margar kvennanna halda fram að hann hafi gert. Þetta er heldur ekki í fyrsta skipti sem Trump ber af sér ásökun um kynferðislegt ofbeldi með því að segja ásakandann ekki hans „týpu“. Forsetinn sagði það sama um Jessicu Leeds, konu sem sakaði hann um að hafa þuklað á sér í flugvél á 9. áratugnum. Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21 Trump kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn sem sakar hann um nauðgun Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn E. Jean Carroll sem sakaði forsetann í gær um nauðgun á tíunda áratug síðustu aldar. 22. júní 2019 19:17 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti sakar þekktan pistlahöfund um að ljúga því til að hann hafi nauðgað henni í stórverslun í New York á 10. áratugnum. Hann segir einnig að konan sé ekki hans „týpa“. Í fyrstu fullyrti Trump að hann hefði ekki hugmynd um hver Carroll væri þrátt fyrir að grein hennar fylgdi mynd af þeim saman. Nú segir forsetinn að Carroll sé „algerlega að ljúga“, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. „Ég skal segja þetta með mestu virðingu: númer eitt, þá er hún ekki mín týpa. Númer tvö, þetta gerðist aldrei. Þetta gerðist aldrei, allt í lagi?“ sagði Trump í viðtali. Þegar ummæli forsetans voru borin undir Carroll sagðist hún fegin. „Ég elska að ég er ekki hans týpa,“ sagði hún við CNN. Carroll er sextánda konan sem hefur sakað Bandaríkjaforseta opinberlega um kynferðislegt ofbeldi eða áreitni. Trump hefur neitað öllum ásökununum. Í kosningabaráttunni árið 2016 skaut þó gömul upptaka upp kollinum þar sem Trump gortaði sig af því að ráðast kynferðislega á konur með svipuðum hætti og margar kvennanna halda fram að hann hafi gert. Þetta er heldur ekki í fyrsta skipti sem Trump ber af sér ásökun um kynferðislegt ofbeldi með því að segja ásakandann ekki hans „týpu“. Forsetinn sagði það sama um Jessicu Leeds, konu sem sakaði hann um að hafa þuklað á sér í flugvél á 9. áratugnum.
Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21 Trump kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn sem sakar hann um nauðgun Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn E. Jean Carroll sem sakaði forsetann í gær um nauðgun á tíunda áratug síðustu aldar. 22. júní 2019 19:17 Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Sjá meira
Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgun Trump þvertekur fyrir ásakanirnar en fjölmargar konur hafa hingað til sakað hann um kynferðislega áreitni eða ofbeldi. 21. júní 2019 23:21
Trump kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn sem sakar hann um nauðgun Bandaríkjaforseti, Donald Trump, kveðst ekkert kannast við pistlahöfundinn E. Jean Carroll sem sakaði forsetann í gær um nauðgun á tíunda áratug síðustu aldar. 22. júní 2019 19:17