Fótbolti

Svona var blaðamannafundur KSÍ vegna leiksins gegn Tyrkjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundinum.
Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundinum. vísir/vilhelm
Vísir með beina sjónvarpsútsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ vegna leiks Íslands og Tyrklands í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli á morgun.

Ísland vann á laugardag 1-0 sigur á Albaníu en Tyrkir gerðu sér lítið fyrir og unnu 2-0 sigur á heimsmeisturum Frakklands sama dag. Tyrkir eru því á toppi riðilsins með níu stig en Ísland og Frakkland eru með sex.

Erik Hamren landsliðsþjálfari og landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á fundinum.

Þeir voru m.a. spurðir út í stóra burstamálið en gátu lítið sagt um það. Aron Einar benti reyndar á að íslenska liðið hefði þurft að fara í gegnum strangt eftirlit á flugvellinum í Konya fyrir fjórum árum.

Beinu textalýsinguna og útsendinguna frá fundinum má sjá hér fyrir neðan.


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.