Sport

Aðeins ein kona á listanum yfir tekjuhæsta íþróttafólk heims

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Serena Williams er í 63. sæti á lista Forbes yfir tekjuhæsta íþróttafólk heims.
Serena Williams er í 63. sæti á lista Forbes yfir tekjuhæsta íþróttafólk heims. vísir/getty

Aðeins ein kona er á lista Forbes yfir 100 tekjuhæstu íþróttamenn heims.

Það er bandaríska tennisstjarnan Serena Williams. Hún er í 63. sæti listans með rúmar 29 milljónir Bandaríkjadala í árstekjur.

Í úttekt Forbes eru laun íþróttafólks lögð saman við verðlaunafé, auglýsingatekjur og styrki sem það fær.

Lionel Messi, leikmaður Barcelona og argentínska landsliðsins, er tekjuhæsti íþróttamaður heims. Á tímabilinu frá júní 2018 til júní 2019 þénaði Messi 127 milljónir Bandaríkjadala.

Í fyrsta sinn raða fótboltamenn í þrjú efstu sæti listans. Cristiano Ronaldo er annar og Neymar þriðji.

Mexíkóski hnefaleikakappinn Canelo Álvarez er í 4. sæti listans og spænski tenniskappinn Roger Federer í því fimmta.

Bandaríski hnefaleikakappinn Floyd Mayweather, sem var tekjuhæsti íþróttamaður heims á síðasta ári, dettur út af listanum enda ekkert keppt síðan í ágúst 2017.

Af 100 tekjuhæstu íþróttamönnum heims koma 62 frá Bandaríkjunum. NBA-deildin í körfubolta á 35 fulltrúa á listanum.

Tekjuhæsta íþróttafólk heims:
1. Lionel Messi - 127 milljónir Bandaríkjadala
2. Cristiano Ronaldo - 109 m
3. Neymar - 105 m
4. Canelo Álvarez - 94 m
5. Roger Federer - 93,4 m
6. Russell Wilson - 89,5 m
7. Aaron Rodgers - 89,3 m
8. LeBron James - 89 m
9. Stephen Curry - 79,8 m
10. Kevin Durant - 65,4 m

Listann í heild sinni má sjá með því að smella hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.