Aðeins ein kona á listanum yfir tekjuhæsta íþróttafólk heims Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. júní 2019 06:00 Serena Williams er í 63. sæti á lista Forbes yfir tekjuhæsta íþróttafólk heims. vísir/getty Aðeins ein kona er á lista Forbes yfir 100 tekjuhæstu íþróttamenn heims. Það er bandaríska tennisstjarnan Serena Williams. Hún er í 63. sæti listans með rúmar 29 milljónir Bandaríkjadala í árstekjur. Í úttekt Forbes eru laun íþróttafólks lögð saman við verðlaunafé, auglýsingatekjur og styrki sem það fær. Lionel Messi, leikmaður Barcelona og argentínska landsliðsins, er tekjuhæsti íþróttamaður heims. Á tímabilinu frá júní 2018 til júní 2019 þénaði Messi 127 milljónir Bandaríkjadala. Í fyrsta sinn raða fótboltamenn í þrjú efstu sæti listans. Cristiano Ronaldo er annar og Neymar þriðji. Mexíkóski hnefaleikakappinn Canelo Álvarez er í 4. sæti listans og spænski tenniskappinn Roger Federer í því fimmta. Bandaríski hnefaleikakappinn Floyd Mayweather, sem var tekjuhæsti íþróttamaður heims á síðasta ári, dettur út af listanum enda ekkert keppt síðan í ágúst 2017. Af 100 tekjuhæstu íþróttamönnum heims koma 62 frá Bandaríkjunum. NBA-deildin í körfubolta á 35 fulltrúa á listanum.Tekjuhæsta íþróttafólk heims: 1. Lionel Messi - 127 milljónir Bandaríkjadala 2. Cristiano Ronaldo - 109 m 3. Neymar - 105 m 4. Canelo Álvarez - 94 m 5. Roger Federer - 93,4 m 6. Russell Wilson - 89,5 m 7. Aaron Rodgers - 89,3 m 8. LeBron James - 89 m 9. Stephen Curry - 79,8 m 10. Kevin Durant - 65,4 mListann í heild sinni má sjá með því að smella hér. Íþróttir Tennis Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Aðeins ein kona er á lista Forbes yfir 100 tekjuhæstu íþróttamenn heims. Það er bandaríska tennisstjarnan Serena Williams. Hún er í 63. sæti listans með rúmar 29 milljónir Bandaríkjadala í árstekjur. Í úttekt Forbes eru laun íþróttafólks lögð saman við verðlaunafé, auglýsingatekjur og styrki sem það fær. Lionel Messi, leikmaður Barcelona og argentínska landsliðsins, er tekjuhæsti íþróttamaður heims. Á tímabilinu frá júní 2018 til júní 2019 þénaði Messi 127 milljónir Bandaríkjadala. Í fyrsta sinn raða fótboltamenn í þrjú efstu sæti listans. Cristiano Ronaldo er annar og Neymar þriðji. Mexíkóski hnefaleikakappinn Canelo Álvarez er í 4. sæti listans og spænski tenniskappinn Roger Federer í því fimmta. Bandaríski hnefaleikakappinn Floyd Mayweather, sem var tekjuhæsti íþróttamaður heims á síðasta ári, dettur út af listanum enda ekkert keppt síðan í ágúst 2017. Af 100 tekjuhæstu íþróttamönnum heims koma 62 frá Bandaríkjunum. NBA-deildin í körfubolta á 35 fulltrúa á listanum.Tekjuhæsta íþróttafólk heims: 1. Lionel Messi - 127 milljónir Bandaríkjadala 2. Cristiano Ronaldo - 109 m 3. Neymar - 105 m 4. Canelo Álvarez - 94 m 5. Roger Federer - 93,4 m 6. Russell Wilson - 89,5 m 7. Aaron Rodgers - 89,3 m 8. LeBron James - 89 m 9. Stephen Curry - 79,8 m 10. Kevin Durant - 65,4 mListann í heild sinni má sjá með því að smella hér.
Íþróttir Tennis Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira