Erlent

Franco Zeffirelli látinn

Sylvía Hall skrifar
Zeffirelli sat einnig tvö kjörtímabil á ítalska þinginu.
Zeffirelli sat einnig tvö kjörtímabil á ítalska þinginu. Vísir/Getty

Leikstjórinn Franco Zeffirelli er látinn 96 ára að aldri. Leikstjórinn var tvívegis tilnefndur Óskarsverðlauna. BBC greinir frá.

Zeffirelli leikstýrði stjörnum á borð við Elizabeth Taylor í myndinni Taming of the Shrew árið 1967 og Judi Dench í uppfærslu á verkinu Rómeó og Júlía. Þá leikstýrði hann einnig kvikmynd um Rómeó og Júlíu þar sem Leonard Whiting og Olivia Hussey stigu sín fyrstu skref í leiklist árið 1968.

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Zeffirelli hafi látist eftir illvígan sjúkdóm sem hafi farið hratt versnandi undanfarna mánuði.

Leikstjórinn sat einnig tvö kjörtímabil á ítalska þinginu fyrir Forza Italia flokk Silvio Berlusconi. Hann hafði einnig stundað nám í arkitektúr en sneri sér að leikhúsinu eftir að hafa séð uppfærslu Laurence Olivier á verkinu Henry hinn fimmti árið 1944.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.