Fótbolti

Umboðsmaður Bale: „Kjaftæði“ að hann sé á förum til Bayern

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bale er væntanlega á förum frá Real Madrid.
Bale er væntanlega á förum frá Real Madrid. vísir/getty
Umboðsmaður Gareths Bale segir ekkert hægt í þeim sögusögnum að Walesverjinn sé á leið til Bayern München.Flest bendir til þess að Bale sé á förum frá Real Madrid en Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri liðsins, telur sig ekki hafa not fyrir hann.Spænskir fjölmiðlar greindu frá því að Bayern væri tilbúið að fá Bale á láni og borga honum sömu laun og hann er með hjá Real Madrid.Jonathan Barnett, umboðsmaður Bales, sagði hins vegar við ESPN að Bayern hafi ekki reynt að fá Walesverjann og þessi orðrómur sé kjaftæði.Bale á enn þrjú ár eftir af samningi sínum við Real Madrid. Hann hefur leikið með félaginu síðan 2013 og unnið Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum með því.Á síðasta tímabili átti Bale ekki fast sæti í byrjunarliði Real Madrid, þrátt fyrir brotthvarf Cristianos Ronaldo.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.