Sport

Anthony Smith þaggaði niður í heimamönnum

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Vísir/Getty

UFC heimsótti Svíþjóð í kvöld þar sem þeir Alexander Gustafsson og Anthony Smith mættust í aðalbardaga kvöldsins.

Þeir Gustafsson og Smith eru meðal þeirra bestu í léttþungavigt UFC en báðir hafa nýlega tapað fyrir meistaranum Jon Jones.

Svíinn Gustafsson var á heimavelli og fékk frábæran stuðning frá áhorfendum. Gustafsson byrjaði bardagann mjög rólega en komst betur inn í bardagann þegar á leið. Smith sótti meira fyrstu tvær loturnar en í 3. lotu virtist Gustafsson ná að finna taktinn. Gustafsson náði fínni fellu í lok lotunnar og var allt í járnum.

Í 4. lotu komst Smith hins vegar í yfirburðarstöðu í gólfinu eftir misheppnað kast hjá Gustafsson. Smith náði að komast á bak Gustafsson, fletja hann út og festa Gustafsson í gólfinu. Smith náði þungum höggum í gólfinu, komst undir hökuna á Gustafsson og læsti hengingunni. Gustafsson tappaði því út eftir tæpar þrjár mínútur í 4. lotu og Smith búinn að næla sér í besta sigur ferilsins.

Gustafsson var svekktur eftir bardagann og ýjaði að því að hann væri hættur. Gustafsson sagði að „sýningunni væri lokið“ og skildi hanskana eftir í búrinu til marks um að hann væri hættur.

Alexander Rakic náði síðan mögnuðum sigri á Jimi Manuwa en hann rotaði hann með hásparki eftir 42 sekúndur í 1. lotu. Nákvæmt háspark og verður rothöggið eflaust eitt af rothöggum ársins þegar árið verður gert upp.

Öll önnur úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.

MMA

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.