Sport

Nær Gustafsson að halda sér nálægt toppnum?

Pétur Marinó Jónsson skrifar
Gustafsson og Smith í vigtuninni í gær.
Gustafsson og Smith í vigtuninni í gær. Vísir/Getty
Í dag er UFC með bardagakvöld í Svíþjóð þar sem heimamaðurinn Alexander Gustafsson mætir Anthony Smith í aðalbardaga kvöldsins.Það má segja að það sé fremur lítið undir í aðalbardaga kvöldsins þó skemmtunin verði eflaust til staðar. Hvorugur er nálægt titilbardaga enda hafa báðir nýlega tapað fyrir ríkjandi meistara, Jon Jones. Sigurvegarinn er því varla að fara að fá titilbardaga með sigri.Það er þó alltaf mikilvægt að halda sér nálægt toppnum og þó það sé ekki mikið undir með tilliti til titilbardaga er stoltið alltaf undir. Báðir vilja halda sér sem næst toppnum enda Jones þekktur ólátabelgur sem gæti lent í vandræðum utan búrsins og þannig tapað titlinum.Anthony Smith tapaði fyrir Jon Jones í mars en aðeins tveimur vikum eftir tapið var hann búinn að samþykkja bardagann gegn Gustsafsson. Svíinn tapaði fyrir Jones í desember og er hann nú með tvö töp gegn Jones. Gustafsson segist vera hættur að hugsa um titilinn og ætlar bara að taka einn bardaga í einu. Hann þarf þó að ná sigri í dag ef hann ætlar að halda sér nálægt toppnum.Báðir eru meðal þeirra bestu í léttþungavigtinni og er alltaf gaman að sjá þá bestu mætast þó enginn titill sé í húfi. Bardagakvöldið verður sýnt á Stöð 2 Sport 2 í dag og hefst bein útsending kl. 17:00.

Tengd skjöl

MMAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.